Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn.
Barcelona lék án Ronaldinho og án hans var sóknarleikur liðsins mun bitlausari. Forysta Barcelona er nú tvö stig en flestir keppinautar liðsins eiga leik til góða á morgun.