Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða 4. desember 2006 18:27 Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason. Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason.
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira