Íslenski boltinn

Þórólfur orðaður við KSÍ

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er sá eini sem hefur tilkynnt með formlegum hætti að hann býður sem fram í formannsembætti KSÍ en Eggert Magnússon lætur af því embætti á næta ársþingi í febrúar. FH ingurinn Viðar Halldórsson og Skagamaðurinn Gunnar Sigurðsson eru einnig að íhuga framboð.

Síðustu daga hefur Þórólfur Árnason verið orðaður við formannsebætti KSÍ. Þórólfur varðist allra frétta þegar rætt var við hann í dag. Þórólfur sagðist halda að fyrst og fremst hefði nafn hans borið á góma í spjalli manna á milli úti í bæ en hann vildi hvorki játa því né neita að skorað hefði verið á hann að fara í framboð eða hvort hann hefði slíkt í hyggju en Þórólfur er annálaður knattspyrnuáhugamaður.

Heimildir íþróttadeildar herma að þungavigtarmenn í knattspyrnuhreyfingunni vilji fá mann í formannsembætti KSÍ sem hefur ekki verið í elítunni eins og hinir þrír og nafn Þórólfs sé þar efst á blaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×