Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu 14. desember 2006 12:00 Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir skráninguna þýða fjölgun í eigendahópnum sem styrki og efli fyrirtækið. Fyrirtækið hafi vaxið ört undanfarin ár og Icelandair ætli sér að taka þátt í auknum vexti ferðaþjónustunnar sem framundan sé í heiminum. Skráningin stuðli að auknum aga á rekstri fyrirtækisins. Jón Karl segir enn fremur að skráningin auki sveigjanleika fyrirtækisins því nú komi erlendir fjárfestar inn í það sem sé mjög ánægjulegt. Vonandi verði meiri áhugi þar og þar með geti fyrirtækið vaxið meira inn á fleiri erlenda markaði. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar Íslands, telur sérstaklega hagstætt að ganga inn í Kauphöllina um þessar mundir þegar hún er orðin hluti af Norrænu Kauphöllinni OMX Nordic Exchange. Þetta skapi Icelandair og öðrum skráðum félögum ný tækifæri. Til að mynda muni margfalt fleiri fjárfestar fá upplýsingar um félög í Kauphöllinni en áður. Nú eru þeir um þrjú þúsund en inann skamms verða þeir 130 þúsund. Páll segir að með aðild að OMX verði íslensk félög miklu sýnilegri op það geri erlendum fjárfestum auðveldara með að bera þau saman við sambærileg félög erlendis. Þá vonist Kauphallarmenn eftir því að hægt verði að fá með þessu fleiri erlenda aðila að Kauphöllinni á næstu mánuðum. Viðskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir skráninguna þýða fjölgun í eigendahópnum sem styrki og efli fyrirtækið. Fyrirtækið hafi vaxið ört undanfarin ár og Icelandair ætli sér að taka þátt í auknum vexti ferðaþjónustunnar sem framundan sé í heiminum. Skráningin stuðli að auknum aga á rekstri fyrirtækisins. Jón Karl segir enn fremur að skráningin auki sveigjanleika fyrirtækisins því nú komi erlendir fjárfestar inn í það sem sé mjög ánægjulegt. Vonandi verði meiri áhugi þar og þar með geti fyrirtækið vaxið meira inn á fleiri erlenda markaði. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar Íslands, telur sérstaklega hagstætt að ganga inn í Kauphöllina um þessar mundir þegar hún er orðin hluti af Norrænu Kauphöllinni OMX Nordic Exchange. Þetta skapi Icelandair og öðrum skráðum félögum ný tækifæri. Til að mynda muni margfalt fleiri fjárfestar fá upplýsingar um félög í Kauphöllinni en áður. Nú eru þeir um þrjú þúsund en inann skamms verða þeir 130 þúsund. Páll segir að með aðild að OMX verði íslensk félög miklu sýnilegri op það geri erlendum fjárfestum auðveldara með að bera þau saman við sambærileg félög erlendis. Þá vonist Kauphallarmenn eftir því að hægt verði að fá með þessu fleiri erlenda aðila að Kauphöllinni á næstu mánuðum.
Viðskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira