Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista.
"Við eigum eftir að senda Charles og Antoine í frekari rannsóknir og ég veit ekki hvað Charles verður lengi frá keppni. Antoine fékk högg á hásin en ég held að hann sé ekki alvarlega meiddur. Það eru 12 leikmenn á meiðslalista hjá okkur - það er ekki afsökun, heldur staðreynd," sagði Roeder í samtali við fjölmiðla í dag.
Eftirtaldir leikmenn eru á meiðslalistanum langa hjá Newcastle:
Michael Owen, Damien Duff, Kieron Dyer, Scott Parker, Titus Bramble, Emre, Nolberto Solano, Tim Krul, Shola Ameobi, Olivier Bernard, Craig Moore, Stephen Carr, Steve Harper, Charles N'Zogbia, Antoine Sibierski