Ætla ekki að gefast upp 17. desember 2006 18:45 Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira