
Fótbolti
Real vann nauman sigur

Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig.