Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn 18. desember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram. Baugsmálið Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram.
Baugsmálið Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira