Heiðar skoraði í sigri Fulham

Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Fulham þegar liðið lagði Middlesbrough 2-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom Fulham yfir með marki úr víti eftir 12 mínútur og Brian McBride kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik. Mark Viduka minnkaði muninn fyrir Boro eftir 74 mínútur en lengra komst Boro ekki.