Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins.
Það er heilum tíu prósentum hærra en í Noregi og Danmörku. Í Svíþjóð var verðið 21 prósent yfir meðaltalinu. Stóru löndin í Evrópusambandinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía eru öll yfir meðaltalinu.
Nýju Austur-Evrópuríkin, í Evrópusambandinu, eru öll undir meðaltali. Lægst er verðið í Lettlandi þar sem það er aðeins 47 prósent af meðaltalinu.