Spretthlaupararnir Asafa Powell og Sanya Richards frá Jamaíku voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins af tímaritinu Track & Fields, því virtasta og útbreiddasta innan frjálsíþróttaheimsins.
Powell hafði mikla yfirburði í 100 metra hlaupi karla á tímabilinu og jafnaði heimsmet sitt upp á 9,77 sekúndur í tvígang. Alls hljóp hann 12 sinnum undir tíu sekúndum á árinu.
400 metra hlaup er sérgrein Richards og sigraði hún í öllum þeim keppnum sem hún tók þátt í á árinu.
Bæði Richards og Powell höfðu áður verið valin frjálsíþróttakona- og karl ársins af alþjóða frjálsíþróttasambandinu.