Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum 28. desember 2006 07:45 "Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is Hestar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
"Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is
Hestar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira