Vandmál með Wii 2. janúar 2007 15:00 Nintendo wii reynist sumum eigendum dýrkeypt. Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira