Peningaskápurinn ... 12. janúar 2007 06:00 Storebrand er máliðNorska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.Sá sem fór eftir ráðgjöf hans hefði fengið 141 þúsund krónur í ávöxtun af einni milljón króna eða 14,1 prósenta ávöxtun. Þau hlutabréf sem hann nefndi og hækkuðu mest voru annars vegar áburðarframleiðandinn Yara International og hins vegar fjármálafyrirtækið Storebrand sem hækkaði um 36 prósent árið 2006. Kann síðarnefnda félagið ekki að koma á óvart, enda líst stjórnendum Kaupþings vel á Storebrand og hafa fest kaup á níu prósenta hlut.Engan kynjakvóta, takk!Það er ekkert leyndarmál að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er rýr hér á landi. Nýverið tóku frændur okkar Norðmenn í gildi lög sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Hér spretta reglulega upp umræður um hvort við ættum að feta sama veg, enda þykir mörgum þokast allt of hægt í jafnréttisátt.Fylgismönnum lagasetningar á borð við þessa hefur því væntanlega orðið um og ó á námsstefnunni „Virkjum kraft kvenna“ á Hótel Nordica í gær, sem hátt í fjögur hundruð konur og heilir tuttugu karlar sóttu. Kjarnakonurnar fjórar sem tóku þátt í pallborðsumræðum, þær Elín Sigfúsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hrönn Greipsdóttir og Steinunn Þórðardóttir, lýstu sig nefnilega mótfallnar slíkum lögum. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Storebrand er máliðNorska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.Sá sem fór eftir ráðgjöf hans hefði fengið 141 þúsund krónur í ávöxtun af einni milljón króna eða 14,1 prósenta ávöxtun. Þau hlutabréf sem hann nefndi og hækkuðu mest voru annars vegar áburðarframleiðandinn Yara International og hins vegar fjármálafyrirtækið Storebrand sem hækkaði um 36 prósent árið 2006. Kann síðarnefnda félagið ekki að koma á óvart, enda líst stjórnendum Kaupþings vel á Storebrand og hafa fest kaup á níu prósenta hlut.Engan kynjakvóta, takk!Það er ekkert leyndarmál að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er rýr hér á landi. Nýverið tóku frændur okkar Norðmenn í gildi lög sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Hér spretta reglulega upp umræður um hvort við ættum að feta sama veg, enda þykir mörgum þokast allt of hægt í jafnréttisátt.Fylgismönnum lagasetningar á borð við þessa hefur því væntanlega orðið um og ó á námsstefnunni „Virkjum kraft kvenna“ á Hótel Nordica í gær, sem hátt í fjögur hundruð konur og heilir tuttugu karlar sóttu. Kjarnakonurnar fjórar sem tóku þátt í pallborðsumræðum, þær Elín Sigfúsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hrönn Greipsdóttir og Steinunn Þórðardóttir, lýstu sig nefnilega mótfallnar slíkum lögum.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira