Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26
Play tekur flugið til Agadir Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026. Viðskipti innlent 27.5.2025 10:16
Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Halla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Emblu Medical hf., móðurfélags Össurar. Viðskipti innlent 27.5.2025 08:13
Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Alcoa Fjarðaál hefur ákveðið að fella niður skaðabótamál sitt gegn Eimskip sem taka á fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur næsta þriðjudag. Alcoa hafði krafist rúmlega þriggja milljarða vegna tjóns af völdum samráðs Eimskipa og Samskipa á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 23. maí 2025 22:44
Landsbankinn og Arion lækka vexti Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní. Neytendur 23. maí 2025 17:34
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. Viðskipti innlent 23. maí 2025 16:04
Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Viðskipti innlent 23. maí 2025 14:47
Hlutafjárvirði Samkaupa lækkaði um nærri helming á fáeinum mánuðum Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu. Innherji 23. maí 2025 12:24
„Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Starfsmenn Arion banka sem hafa sett upp það sem kallast Escape room innan bankans sem kennir fólki að læra að bera kennsl á netsvindl. Lífið 23. maí 2025 10:30
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22. maí 2025 16:47
Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Brynja Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf yfirmanns markaðseftirlits Nasdaq Iceland en hún tekur við starfinu af Baldvini Inga Sigurðssyni sem hefur horfið til annarra starfa. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:36
Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Haraldur Hilmar Heimisson og Gunnar Örn Erlingsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna við verðbréfamiðlun hjá Arion banka. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:03
Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21. maí 2025 23:44
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21. maí 2025 09:07
Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Viðskipti innlent 21. maí 2025 08:33
Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. Innlent 20. maí 2025 15:55
Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19. maí 2025 20:25
Kvika að fara í fyrstu skuldabréfaútgáfuna í evrum upp á þrjátíu milljarða Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar. Innherji 19. maí 2025 13:38
„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Innlent 19. maí 2025 11:19
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19. maí 2025 10:43
Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 19. maí 2025 07:33
Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins. Innlent 18. maí 2025 06:48
Controlant sér fram á að skila arðsemi í árslok eftir stórar hagræðingaraðgerðir Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári. Innherji 17. maí 2025 13:26
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16. maí 2025 19:00