Áttleysur og útþráin 18. janúar 2007 02:00 Kristinn við verk sín á Klapparstíg. MYND/Heiða Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum. Í ljós kemur að skáldið á skorna tilvitnun á annarri stálplötunni en á henni stendur „Það er óhjákvæmilegt að sigla". Í hana er skorinn báruveggur af hafinu sem okkur er svo vel kunnugt. Þegar litið er umhverfis má sjá að þessi áletraða plata er hringur og er skorin úr hinni sem er ferningur en inni í henni hringlaga op og allt í kring á blárönd hringsins stendur skráð „norður". Þar er núllpunkturinn, þaðan liggja allar áttir norður - þar er Suðurpóllinn - endimörk heimsins. Kristinn E. Hrafnsson sýnir myndlist sína í gallerí i8. Það er Sigurður Pálsson skáld sem er í heimsókn frá vinnustofu sinni. Tilvitnunin á stálinu er frá honum komin: er reyndar líka einkennisorð Eimskipafélagsins og gamall rómverskur málsháttur. Við verðum að fara áfram, vera á ferðinni, ekki vera í stað, heldur af stað. Þegar við höfum hrakið skáldið út á Klapparstíginn þar sem það segist ganga fram og til baka í leit að bjargi til að standa á föstum fótum, einhverjum fastastað, þá segir Kristinn hægur að vanda: „Það er þetta að fara, að leita, að finna einhvern stað utan þess sem staðið er á." Hann segir verkin sín ekki neinn leiðarvísi. Þetta eru útiverk og merking þeirra ráðist talsvert af því hvar þau lendi, stálin tvö. Þau eru skorin af Geislatækni. „Ég hef alltaf leitað til fremstu fagmanna hverju sinni og þetta eru snillingar." Hann segir mér síðan af áttavitanum og áttunum 32 sem þar eru til: „Þar fyrir utan eru engar áttir. Þetta stendur fyrir möguleikana, hvað við gerum, hvað við eigum marga möguleika." En hvað með norðrið sem er í allar áttir, spyrjum við? „Það fer eftir samhenginu," segir Kristinn. „Þetta getur verið um einsýni almennt." Fyrir utan liggur Klapparstígurinn frá gömlu Klöppinni, rétt undan honum Kjaftaklöppin þar sem Reykvíkingar komu saman síðla dags og skiptust á tíðindum og fylgdust með bátunum koma inn og - sigla burt. „Það er þetta með áttirnar. Það er fínt að fá mikið af góðum hugmyndum og fara hratt yfir. Nú erum við að leggja Örfiriseyna undir nýja byggð og menn horfa á eyjarnar. Gleyma því að það koma aðrir á eftir okkur og verða líka að hafa sína möguleika. Þessi verk eru að vissu leyti opin, en þau benda ekki aðeins á brottförina, heldur líka staðinn sem við erum á og honum eigum við að sýna væntumþykju." Sýning Kristins E. Hrafnssonar verður opnuð í dag í i8. Eins og segir í fréttatilkynningu frá Klapparstígnum er Kristinn E. Hrafnsson (f. 1960) einna þekktastur fyrir verk sín á opinberum vettvangi, útiverk og skúlptúra sem unnir eru inn í umhverfið. Á sýningunni í i8 sýnir hann tvö stór gólfverk og grafíkmyndir. Kristinn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi. Verk hans er að finna á öllum helstu listasöfnum á Íslandi. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum. Í ljós kemur að skáldið á skorna tilvitnun á annarri stálplötunni en á henni stendur „Það er óhjákvæmilegt að sigla". Í hana er skorinn báruveggur af hafinu sem okkur er svo vel kunnugt. Þegar litið er umhverfis má sjá að þessi áletraða plata er hringur og er skorin úr hinni sem er ferningur en inni í henni hringlaga op og allt í kring á blárönd hringsins stendur skráð „norður". Þar er núllpunkturinn, þaðan liggja allar áttir norður - þar er Suðurpóllinn - endimörk heimsins. Kristinn E. Hrafnsson sýnir myndlist sína í gallerí i8. Það er Sigurður Pálsson skáld sem er í heimsókn frá vinnustofu sinni. Tilvitnunin á stálinu er frá honum komin: er reyndar líka einkennisorð Eimskipafélagsins og gamall rómverskur málsháttur. Við verðum að fara áfram, vera á ferðinni, ekki vera í stað, heldur af stað. Þegar við höfum hrakið skáldið út á Klapparstíginn þar sem það segist ganga fram og til baka í leit að bjargi til að standa á föstum fótum, einhverjum fastastað, þá segir Kristinn hægur að vanda: „Það er þetta að fara, að leita, að finna einhvern stað utan þess sem staðið er á." Hann segir verkin sín ekki neinn leiðarvísi. Þetta eru útiverk og merking þeirra ráðist talsvert af því hvar þau lendi, stálin tvö. Þau eru skorin af Geislatækni. „Ég hef alltaf leitað til fremstu fagmanna hverju sinni og þetta eru snillingar." Hann segir mér síðan af áttavitanum og áttunum 32 sem þar eru til: „Þar fyrir utan eru engar áttir. Þetta stendur fyrir möguleikana, hvað við gerum, hvað við eigum marga möguleika." En hvað með norðrið sem er í allar áttir, spyrjum við? „Það fer eftir samhenginu," segir Kristinn. „Þetta getur verið um einsýni almennt." Fyrir utan liggur Klapparstígurinn frá gömlu Klöppinni, rétt undan honum Kjaftaklöppin þar sem Reykvíkingar komu saman síðla dags og skiptust á tíðindum og fylgdust með bátunum koma inn og - sigla burt. „Það er þetta með áttirnar. Það er fínt að fá mikið af góðum hugmyndum og fara hratt yfir. Nú erum við að leggja Örfiriseyna undir nýja byggð og menn horfa á eyjarnar. Gleyma því að það koma aðrir á eftir okkur og verða líka að hafa sína möguleika. Þessi verk eru að vissu leyti opin, en þau benda ekki aðeins á brottförina, heldur líka staðinn sem við erum á og honum eigum við að sýna væntumþykju." Sýning Kristins E. Hrafnssonar verður opnuð í dag í i8. Eins og segir í fréttatilkynningu frá Klapparstígnum er Kristinn E. Hrafnsson (f. 1960) einna þekktastur fyrir verk sín á opinberum vettvangi, útiverk og skúlptúra sem unnir eru inn í umhverfið. Á sýningunni í i8 sýnir hann tvö stór gólfverk og grafíkmyndir. Kristinn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi. Verk hans er að finna á öllum helstu listasöfnum á Íslandi.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira