Evrópska geimfarið Rosetta flaug framhjá reikistjörnunni Mars í aðeins 250 kílómetra fjarlægð í gær.
Mikill fögnuður braust út í Evrópsku geimferðastofnuninni í Darmstadt í Þýskalandi þegar ljóst var að allt hefði gengið að óskum.
Rosettu var skotið á loft fyrir tæplega þremur árum og er ferðinni heitið að fimm kílómetra langri halastjörnu, sem geimfarið á að komast á braut um árið 2014. Meiningin er að lítið lendingartæki verði sent frá Rosettu niður á halastjörnuna til að gera mælingar á henni.