Fjölskyldur landsins hagnast á útlendingum 28. febrúar 2007 00:01 Frá því að vinnumarkaður EES-svæðisins opnaðist nýjum aðildarríkjum í maí árið 2006 þangað til um síðustu áramót komu ellefu þúsund manns til starfa á Íslandi frá útlöndum. MYND/Vilhelm Þátttaka útlendinga á íslenska vinnumarkaðnum sparaði meðalfjölskyldunni 123 þúsund krónur árið 2006. Skuldir fjölskyldunnar hefðu jafnframt verið um tvö hundruð þúsund krónum hærri ef þeirra hefði ekki notið við. Þessi niðurstaða miðast við að rannsóknir Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings, eigi við rök að styðjast. Þær gefa til kynna að verðbólga á árinu 2006 hefði verið allt að því 1,5 prósentum hærri án utanaðkomandi vinnuafls. Það þýðir að verðbólga hefði verið 8,5 prósent í stað sjö prósenta. Sem þekkt er opnaðist vinnumarkaður EES-svæðisins fyrir nýjum aðildarríkjum í maí árið 2006. Gögn frá Vinnumálastofnun sýna að frá því í maí 2006 og fram að áramótum komu ellefu þúsund manns að utan til starfa hér á landi, til viðbótar við þá sex þúsund útlendinga sem fyrir voru á vinnumarkaðnum. Á skömmum tíma voru útlendingar orðnir níu prósent af vinnuafli á Íslandi og sex prósent af heildarmannfjölda. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna útgjöld heimilanna fyrir árin 2003 til 2005 á verðlagi ársins 2005. Í meðfylgjandi töflu hefur sjö prósenta verðbólga annars vegar og 8,5 prósenta verðbólga hins vegar verið lögð ofan á útgjöld meðalfjölskyldunnar. Mismunurinn sýnir að þau hefðu verið 123 þúsund krónum meiri árið 2006 ef erlends vinnuafls hefði ekki notið við. Skuldir heimilanna við lánakerfið allt í lok september á síðasta ári námu 1.270 milljörðum króna. Um 75 prósent þeirra voru verðtryggðar skuldir. Seðlabankinn hefur ekki gefið út heildarstöðu skulda við síðustu áramót. Gera má ráð fyrir því að þær hafi aukist um 2,5 prósent á þeim tíma. Miðað við þessar forsendur námu verðtryggðar skuldir meðalheimilis 13,25 milljónum króna við áramót. Ef lögð er 1,5 prósenta verðbólga ofan á þær fást tæplega tvö hundruð þúsund krónur.Dýrara að lifa án útlendingaÞað hefði því verið dýrara að lifa á Íslandi án útlendinga árið 2006. Árið 2005 voru ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldunnar með sína 2,5 fjölskyldumeðlimi 365 þúsund krónur á mánuði. Upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu sýna að ráðstöfunartekjur á mann jukust um 4,6 prósent á árinu 2006. Það gefur um 380 þúsund krónur sem meðalfjölskyldan hafði úr að moða það árið. Án aðkomu útlendinga að íslenska vinnumarkaðnum hefði hún þurft að punga út að minnsta kosti átta þúsund krónum meira í mat- og drykkjarvörur, tíu þúsund í ferðir og flutninga, sextán þúsund í húsnæði, hita og rafmagn og átta þúsund í tómstundir og menningu, svo eitthvað sé nefnt.Tölum um aukin útgjöld einstakra liða verður þó að taka með ákveðnum fyrirvara um skekkju. Þar sem vísitala neysluverðs byggir á grunni útgjalda meðalheimila er vægi einstakra liða innan hennar mismikið. Athuganir Þóru hjá Kaupþingi fela ekki í sér mat á hækkun eða lækkun hvers liðs fyrir sig heldur einungis heildarhækkun verðbólgunnar.Gera má ráð fyrir að nokkrir liðir í vísitölunni hafi hækkað enn meira en meðfylgjandi tafla gefur til kynna. Upplýsingar frá Hagstofunni gefa til kynna að á tímabilinu hækkaði húsnæði, hiti og rafmagn um 10,2 prósent og þar af leiðandi umfram verðlag. Þar af hafa útgjöld vegna eigin húsnæðis hækkað um 12,1 prósent. Matur og drykkjarvörur hækkuðu líka umfram verðbólgu eða um 8,8 prósent.Hækkanir á nokkrum liðum hafa á sama hátt verið minni en taflan sýnir. Föt og skór hækkuðu ekki nema um 0,2 prósent á árinu. Þannig má með sanni má segja að kaupmáttur launa til fatakaupa hafi aukist verulega á síðasta ári. Áfengi og tóbak hækkuðu minna en almennt verðlag eða einungis um 4,3 prósent, sem er óvenjulegt. Útgjöld vegna heilsugæslu, eins og lyf, lækningavörur og heilsugæslan sjálf hafa hækkað um 4,4 prósent svo að heilsugæslan hefur haldið aftur af verðbólgunni. Eini útgjaldaliðurinn sem lækkaði á tímabilinu var póstur og sími sem fór niður um 0,8 prósent.Héldu launum í skefjumLaun hækkuðu á árinu 2006 eins og verðlagið enda skapar þensla á vinnumarkaði þrýsting til hækkunar þeirra. Á síðasta ári hækkuðu laun um 10,5 prósent miðað við launavísitölu Hagstofunnar. Í greiningu Þóru kemur fram að að einhverju leyti hafi skapast aðstæður í uppsveiflunni þar sem víxlverkun launa og verðbólgu hafi verið til staðar. Það ástand skapast þegar verðbólga hækkar umfram tiltekin mörk sem leiðir af sér væntingar um meiri verðbólgu. Það leiðir til launaskriðs og þess að verðbólga eykst enn frekar. Þóra leiðir að því líkum að laun hafi ekki hækkað meira en raun bar vitni vegna innflæðis erlends vinnuafls sem hafi aukið sveigjanleika íslenska vinnumarkaðarins.Þar sem laun eru ekki fasti frekar en verðlagsbreytingar er ekki hægt að fullyrða að meðalheimilið hefði nákvæmlega orðið af umræddum 123 þúsund krónum ef erlent vinnuafl hefði ekki komið inn á markaðinn. Hins vegar er ljóst að um talsverðar fjárhæðir á meðalheimili gæti verið að ræða. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Þátttaka útlendinga á íslenska vinnumarkaðnum sparaði meðalfjölskyldunni 123 þúsund krónur árið 2006. Skuldir fjölskyldunnar hefðu jafnframt verið um tvö hundruð þúsund krónum hærri ef þeirra hefði ekki notið við. Þessi niðurstaða miðast við að rannsóknir Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings, eigi við rök að styðjast. Þær gefa til kynna að verðbólga á árinu 2006 hefði verið allt að því 1,5 prósentum hærri án utanaðkomandi vinnuafls. Það þýðir að verðbólga hefði verið 8,5 prósent í stað sjö prósenta. Sem þekkt er opnaðist vinnumarkaður EES-svæðisins fyrir nýjum aðildarríkjum í maí árið 2006. Gögn frá Vinnumálastofnun sýna að frá því í maí 2006 og fram að áramótum komu ellefu þúsund manns að utan til starfa hér á landi, til viðbótar við þá sex þúsund útlendinga sem fyrir voru á vinnumarkaðnum. Á skömmum tíma voru útlendingar orðnir níu prósent af vinnuafli á Íslandi og sex prósent af heildarmannfjölda. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna útgjöld heimilanna fyrir árin 2003 til 2005 á verðlagi ársins 2005. Í meðfylgjandi töflu hefur sjö prósenta verðbólga annars vegar og 8,5 prósenta verðbólga hins vegar verið lögð ofan á útgjöld meðalfjölskyldunnar. Mismunurinn sýnir að þau hefðu verið 123 þúsund krónum meiri árið 2006 ef erlends vinnuafls hefði ekki notið við. Skuldir heimilanna við lánakerfið allt í lok september á síðasta ári námu 1.270 milljörðum króna. Um 75 prósent þeirra voru verðtryggðar skuldir. Seðlabankinn hefur ekki gefið út heildarstöðu skulda við síðustu áramót. Gera má ráð fyrir því að þær hafi aukist um 2,5 prósent á þeim tíma. Miðað við þessar forsendur námu verðtryggðar skuldir meðalheimilis 13,25 milljónum króna við áramót. Ef lögð er 1,5 prósenta verðbólga ofan á þær fást tæplega tvö hundruð þúsund krónur.Dýrara að lifa án útlendingaÞað hefði því verið dýrara að lifa á Íslandi án útlendinga árið 2006. Árið 2005 voru ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldunnar með sína 2,5 fjölskyldumeðlimi 365 þúsund krónur á mánuði. Upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu sýna að ráðstöfunartekjur á mann jukust um 4,6 prósent á árinu 2006. Það gefur um 380 þúsund krónur sem meðalfjölskyldan hafði úr að moða það árið. Án aðkomu útlendinga að íslenska vinnumarkaðnum hefði hún þurft að punga út að minnsta kosti átta þúsund krónum meira í mat- og drykkjarvörur, tíu þúsund í ferðir og flutninga, sextán þúsund í húsnæði, hita og rafmagn og átta þúsund í tómstundir og menningu, svo eitthvað sé nefnt.Tölum um aukin útgjöld einstakra liða verður þó að taka með ákveðnum fyrirvara um skekkju. Þar sem vísitala neysluverðs byggir á grunni útgjalda meðalheimila er vægi einstakra liða innan hennar mismikið. Athuganir Þóru hjá Kaupþingi fela ekki í sér mat á hækkun eða lækkun hvers liðs fyrir sig heldur einungis heildarhækkun verðbólgunnar.Gera má ráð fyrir að nokkrir liðir í vísitölunni hafi hækkað enn meira en meðfylgjandi tafla gefur til kynna. Upplýsingar frá Hagstofunni gefa til kynna að á tímabilinu hækkaði húsnæði, hiti og rafmagn um 10,2 prósent og þar af leiðandi umfram verðlag. Þar af hafa útgjöld vegna eigin húsnæðis hækkað um 12,1 prósent. Matur og drykkjarvörur hækkuðu líka umfram verðbólgu eða um 8,8 prósent.Hækkanir á nokkrum liðum hafa á sama hátt verið minni en taflan sýnir. Föt og skór hækkuðu ekki nema um 0,2 prósent á árinu. Þannig má með sanni má segja að kaupmáttur launa til fatakaupa hafi aukist verulega á síðasta ári. Áfengi og tóbak hækkuðu minna en almennt verðlag eða einungis um 4,3 prósent, sem er óvenjulegt. Útgjöld vegna heilsugæslu, eins og lyf, lækningavörur og heilsugæslan sjálf hafa hækkað um 4,4 prósent svo að heilsugæslan hefur haldið aftur af verðbólgunni. Eini útgjaldaliðurinn sem lækkaði á tímabilinu var póstur og sími sem fór niður um 0,8 prósent.Héldu launum í skefjumLaun hækkuðu á árinu 2006 eins og verðlagið enda skapar þensla á vinnumarkaði þrýsting til hækkunar þeirra. Á síðasta ári hækkuðu laun um 10,5 prósent miðað við launavísitölu Hagstofunnar. Í greiningu Þóru kemur fram að að einhverju leyti hafi skapast aðstæður í uppsveiflunni þar sem víxlverkun launa og verðbólgu hafi verið til staðar. Það ástand skapast þegar verðbólga hækkar umfram tiltekin mörk sem leiðir af sér væntingar um meiri verðbólgu. Það leiðir til launaskriðs og þess að verðbólga eykst enn frekar. Þóra leiðir að því líkum að laun hafi ekki hækkað meira en raun bar vitni vegna innflæðis erlends vinnuafls sem hafi aukið sveigjanleika íslenska vinnumarkaðarins.Þar sem laun eru ekki fasti frekar en verðlagsbreytingar er ekki hægt að fullyrða að meðalheimilið hefði nákvæmlega orðið af umræddum 123 þúsund krónum ef erlent vinnuafl hefði ekki komið inn á markaðinn. Hins vegar er ljóst að um talsverðar fjárhæðir á meðalheimili gæti verið að ræða.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira