Bresk líftækni á sterkum grunni 14. mars 2007 04:45 King‘s College í Cambridge. Uppbygging sprotafyrirtækja í líftækniiðnaði hefur verið markviss og hröð í og við Cambridge á Englandi á síðastliðnum þrjátíu árum. Flest líftæknifyrirtækjanna eru lítil með fimm til nítján starfsmenn. Háskólabærinn Cambridge á sér langa sögu en fyrsti skólinn var settur þar á laggirnar fyrir tæpum 800 árum. Elsta skólabyggingin er enn uppistandandi en hún er frá árinu 1284. Saga vísinda og tækni hefur lengi verið viðloðandi við háskólabæinn og er þess skemmst að minnast að eðlisfræðingurinn Sir Isaac Newton nam við Trinity College en varð síðar prófessor við annan skóla í bænum. Í sæti hans situr nú annar eðlisfræðingur. Sá horfir til stjarnanna og heitir Stephen Hawking, sem hvað þekktastur er hér á landi fyrir bók sína Sögu tímans. Eftir miðja síðustu öld tók líftækniðnaðurinn í Bretlandi mikinn kipp, sérstaklega á sjöunda áratug síðustu aldar þegar breskir og alþjóðlegir lyfjarisar byggðu rannsóknastofur í kringum háskólabæina Cambridge, Oxford og í höfuðborginni, Lundúnum, staðir sem gjarnan eru nefndir þríeykið í breskri líftækni. Fyrirtækin leituðu í miklum mæli í þann gríðarlega þekkingarbrunn sem myndast hafði í háskólunum auk þess sem mörg nýsköpunarfyrirtæki spruttu upp sem leituðu fanga jafnt til háskólanna sem og stóru lyfjafyrirtækjanna. Líftækniiðnaðurinn stendur nú sterkum fótum í nágrenni Cambridge og er svæðinu gjarnan líkt við suðupottinn Silicon Valley í Bandaríkjunum. Í nágrenni Cambridge eru fjölmargir líftæknigarðar. Margir hverjir hafa byggst upp í kringum lyfja- og matvælarisa á borð við Unilever, Roche, BASF og sambærileg fyrirtæki. Jafnt sprotafyrirtæki sem stóru fyrirtækin njóta góðs af samstarfinu og hafa stórfyrirtæki oftar en ekki gefið háskólum húsnæði sitt þegar þau hverfa á brott svo að hægt sé að nýta þau sem miðstöð sprotafyrirtækja í líftækniiðnaði. Gjafir sem þessar hafa verið kærkomnar fyrir lítil fyrirtæki sem eru að ná fótfestu því gjarnan hafa lyfjarisarnir skilið eftir sig svo til fullbúna aðstöðu til þróunar og rannsókna í líftækni. Líftæknigarðarnir eru oftar en ekki þannig uppbyggðir að félag er stofnað um rekstur og umsjón þeirra í nánum tengslum við nærliggjandi háskóla. Líftæknifyrirtæki fá aðstöðu í húsinu sjálfu eða tengdum byggingum og greiða þau mánaðargjald fyrir aðstöðuna. Upphæðin er mishá, mest í og við Lundúnir en lægri eftir því sem fjær dregur. Þá eru ýmsar aðrar leiðir til sem aðstoða við rekstur garðanna, svo sem frjáls framlög og opinberar fjárveitingar og ívilnanir hvers konar.áratuga uppbygging í líftæknilíftækniþyrpingum lýst Dr. Jeff Solomon, forstjóri ERBI-stofnunarinnar, fer yfir uppbyggingu líftæknifyrirtækja í nágrenni Cambridge. Markaðurinn/JABEinn af fjölmörgum viðkomustöðum hópsins var Chesterford-líftæknigarðurinn, sem er um 22 kílómetra suður af Cambridge. Chesterford-garðurinn samanstendur af fjölda bygginga á tæplega 102 hektara landi. Í dag eru rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í líftækniiðnaði af öllum stærðargráðum á svæðinu og munu þau vera í húsnæði sem nemur samtals 16.700 fermetrum að flatarmáli.Dr. Jeff Solomon, forstjóri ERBI-stofnunarinnar, tók á móti hópnum í Chesterford. ERBI-stofnunin er lýsandi dæmi fyrir bjartsýni og fyrirhyggju manna í Cambridge. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1997 með fjárveitingu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Bretlands til þriggja ára með það fyrir augum að skapa samstarfsvettvang fyrir nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki í líftækni í Cambridge og nágrenni. Þegar fjárveitingunni lauk árið 2000 tóku einkaaðilar við rekstrinum. Um 300 fyrirtæki í líftækni greiða fyrir fyrir þjónustu stofnunarinnar í dag sem rekin er á sama grunni og fyrr og hefur hún eingöngu tekjur af eigin starfsemi.Vegur ERBI-stofnunarinnar hefur eflst mikið í gegnum árin. Til marks um það eru stjórnarmenn og ráðgjafar stofnunarinnar margir hverjir stjórnarmenn og forkólfar margra heimsþekktra lyfjaframleiðenda. Solomon sagði sögu Cambridge í vísinda- og tæknisögunni vissulega mikilvæga. Skólinn hafi hins vegar líkt og legið í dvala allt frá því að Newton smíðaði kenningu sína um þyngdarlögmálið á sautjándu öld. Enda hafi vegur nýsköpunarfyrirtækja í líftækni ekki tekið að vaxa að ráði fyrr en við upphaf sjöunda áratugar síðustu aldar þegar stúdent frá Cambridge ákvað að stofna ráðgjafafyrirtækið Cambridge Consultants. Fyrirtækið nýtti sér þá þekkingu sem fyrir var á háskólasvæðinu og seldi áfram til fyrirtækja í atvinnulífinu.Fleiri sambærileg fyrirtæki, sem spyrtu saman menntastofnunum og atvinnulífi, spruttu upp í nágrenni Cambridge í kjölfarið. Solomon segir þetta hafa verið mikilvæg mótunarár fyrir nýsköpun í breska líftækniiðnaðinum enda hafi með þessu samkrulli mennta- og atvinnulífs sprottið fram margir af helstu frumkvöðlum landsins á sviði líftækni. Margir þeirra öfluðu sér þekkingar á atvinnulífinu utan við háskólasamfélagið. Þeir væru í dag virkir þátttakendur í starfsemi líftæknigarða á borð við þann í Chesterford, að sögn Solomons sem benti á að í líftæknifyrirtækjum við Cambridge starfi fjórtán einstaklingar sem hlotið hafi Nóbelsverðlaun fyrir hin ýmsu afrek á sínu sviði. Sjálfur hefur Solomon búið í Cambridge í aldarfjórðung. hann hafði komið víða við í líftækniiðnaðinum áður en hann sneri sér að ráðgjafastörfum fyrir lyfja- og efnafyrirtæki á borð við Wellcome og Roche auk þess að veita fjölmörgum erlendum fyrirtækjum af viskubrunni sínum.stuðningur frá þyrpingunumSolomon benti á að lítið hefði gerst í nýsköpun í breskum líftækniiðnaði fyrr en um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar fyrstu sprotafyrirtækin á sviði líftæknirannsókna og þróunar fóru að líta dagsins ljós. Ástæðan fyrir því var meðal annars brotthvarf stóru lyfjafyrirtækjanna og breytt viðhorf fjárfesta sem sáu hag í því að styrkja líftæknigeirann. Mörg fyrirtæki fóru hins vegar fram af meira kappi en forsjá og heyra mörg þeirra nú sögunni til. En línan var lögð og nutu mörg þeirra stuðnings af þeim þekkingarþyrpingum sem þá voru þegar komnar til sögunnar.Þyrpingarnar efldust enn frekar eftir því sem fleiri fyrirtæki urðu sögunni að bráð enda leituðu þau styrks hvert hjá öðru. Þyrpingar sem þessar eru langt í frá sérbreskt fyrirtæki enda benti Solomon á að sambærilegan stuðning við sprotafyrirtæki í þekkingargeiranum væri að finna víða við helstu þéttbýlisstaði í Evrópu. Sérstaklega nefndi hann París og Lyon í Frakklandi, Kaupmannahöfn í Danmörku, Lund í Svíþjóð auk þess sem einhver væri að finna í Sviss. Eftirtektarvert væri hins vegar hversu mörg þekkingarþop væru í nágrenni Cambridge. Slíkur fjöldi ætti engan sinn líka nema ef vera skyldi í Bandaríkjunum. „Og jafnvel þar er líka Cambridge,“ sagði hann á léttum nótum og benti á heimskort þar sem helstu þekkingarþyrpingar heimsins voru merktar á.Sprenging í líftæknigeiranumNýsköpunarfyrirtækjum í líftækni í nágrenni Cambridge hefur snarfjölgað á þeim tæpu 30 árum sem liðin eru síðan þau fyrstu litu dagsins ljós. Í dag eru hvorki fleiri né færri en 230 líftæknfyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í nágrenni Cambridge sem vinna í nánu samstarfi við 30 stofnanir, háskóla á svæðinu og bresku heilsugæsluna. Fer þeim fjölgandi ef eitthvað er, að mati Solomons sem benti á að 30.000 einstaklingar hefðu lifibrauð sitt af líftækniiðnaðinum með einum eða öðrum hætti í námunda við Cambridge. Þar af væru 13.000 manns á launaskrá hjá fyrirtækjunum.Mörg fyrirtæki í líftækni á Cambridge-svæðinu eru æði fámenn, með allt frá einum til fjögurra starfsmanna. Flest þeirra eru hins vegar með fimm til nítján starfsmenn og var vöxtur þeirra hlutfallslega mestur á ársgrundvelli í fyrra. Stærstu fyrirtækin eru svo með á bilinu 20 til 49 starfsmenn. Þegar fyrirtæki eru komin með svo marga starfsmenn eru þau iðulega með rótgrónari rekstrargrundvöll og með reglulegri veltu en þau smærri, að sögn Solomons.Stuttur líftímiMenn voru á einu máli um að starfsemi líftæknifyrirtækja væri áhætturekstur. Rannsóknir og þróun á lyfjum og tækjabúnaði tæki langan tíma, stundum allt upp undir rúman áratug, og þyrftu fyrirtæki einatt að horfa á eftir miklu fjármagni áður en árangurinn skilaði sér. Ef hann þá gerði það.Dr. Hamish Cameron, einn af stjórnendum bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, tók undir með Solomon og sagði menn geta jafnvel gert ráð fyrir því að heill starfsferill gæti farið í þróun lyfja án þess að sjá þau nokkurn tíma koma á markað. Flestum mistækjust áætlunarverk sitt, að hans sögn. Cameron bætti því hins vegar við að breskum líftæknifyrirtækjum hefði farnast ágætlega enda sé fimmtungur hundrað mest seldu lyfja á heimsvísu upprunninn í Bretlandi.Solomon hnykkti enn frekar á áhættuþættinum í rekstri nýsköpunarfyrirtækja í líftækniiðnaði. Áhættan ætti ekki einasta við bresk fyrirtæki heldur flest í greininni. Hann sagði áhættuna gera það að verkum að líftími fyrirtækja væri tiltölulega stuttur miðað við fyrirtæki í öðrum greinum. Fyrirtækin skiluðu iðulega ekki hagnaði og sigldu því mörg þeirra í strand þegar fjármagnið væri uppurið. „Þetta er áhættustarf,“ sagði hann en róaði blaðamenn með því að fyrirtæki í greininni væru ætíð á höttunum eftir fólki með sérfræðimenntum og því þyrftu þeir sem hefðu misst vinnuna vegna gjaldþrots líftæknifyrirtækja ekki að örvænta því miklar líkur væru á því að fólk fyndi starf við hæfi innan þriggja mánaða. Nóbelsverðlaun Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Háskólabærinn Cambridge á sér langa sögu en fyrsti skólinn var settur þar á laggirnar fyrir tæpum 800 árum. Elsta skólabyggingin er enn uppistandandi en hún er frá árinu 1284. Saga vísinda og tækni hefur lengi verið viðloðandi við háskólabæinn og er þess skemmst að minnast að eðlisfræðingurinn Sir Isaac Newton nam við Trinity College en varð síðar prófessor við annan skóla í bænum. Í sæti hans situr nú annar eðlisfræðingur. Sá horfir til stjarnanna og heitir Stephen Hawking, sem hvað þekktastur er hér á landi fyrir bók sína Sögu tímans. Eftir miðja síðustu öld tók líftækniðnaðurinn í Bretlandi mikinn kipp, sérstaklega á sjöunda áratug síðustu aldar þegar breskir og alþjóðlegir lyfjarisar byggðu rannsóknastofur í kringum háskólabæina Cambridge, Oxford og í höfuðborginni, Lundúnum, staðir sem gjarnan eru nefndir þríeykið í breskri líftækni. Fyrirtækin leituðu í miklum mæli í þann gríðarlega þekkingarbrunn sem myndast hafði í háskólunum auk þess sem mörg nýsköpunarfyrirtæki spruttu upp sem leituðu fanga jafnt til háskólanna sem og stóru lyfjafyrirtækjanna. Líftækniiðnaðurinn stendur nú sterkum fótum í nágrenni Cambridge og er svæðinu gjarnan líkt við suðupottinn Silicon Valley í Bandaríkjunum. Í nágrenni Cambridge eru fjölmargir líftæknigarðar. Margir hverjir hafa byggst upp í kringum lyfja- og matvælarisa á borð við Unilever, Roche, BASF og sambærileg fyrirtæki. Jafnt sprotafyrirtæki sem stóru fyrirtækin njóta góðs af samstarfinu og hafa stórfyrirtæki oftar en ekki gefið háskólum húsnæði sitt þegar þau hverfa á brott svo að hægt sé að nýta þau sem miðstöð sprotafyrirtækja í líftækniiðnaði. Gjafir sem þessar hafa verið kærkomnar fyrir lítil fyrirtæki sem eru að ná fótfestu því gjarnan hafa lyfjarisarnir skilið eftir sig svo til fullbúna aðstöðu til þróunar og rannsókna í líftækni. Líftæknigarðarnir eru oftar en ekki þannig uppbyggðir að félag er stofnað um rekstur og umsjón þeirra í nánum tengslum við nærliggjandi háskóla. Líftæknifyrirtæki fá aðstöðu í húsinu sjálfu eða tengdum byggingum og greiða þau mánaðargjald fyrir aðstöðuna. Upphæðin er mishá, mest í og við Lundúnir en lægri eftir því sem fjær dregur. Þá eru ýmsar aðrar leiðir til sem aðstoða við rekstur garðanna, svo sem frjáls framlög og opinberar fjárveitingar og ívilnanir hvers konar.áratuga uppbygging í líftæknilíftækniþyrpingum lýst Dr. Jeff Solomon, forstjóri ERBI-stofnunarinnar, fer yfir uppbyggingu líftæknifyrirtækja í nágrenni Cambridge. Markaðurinn/JABEinn af fjölmörgum viðkomustöðum hópsins var Chesterford-líftæknigarðurinn, sem er um 22 kílómetra suður af Cambridge. Chesterford-garðurinn samanstendur af fjölda bygginga á tæplega 102 hektara landi. Í dag eru rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í líftækniiðnaði af öllum stærðargráðum á svæðinu og munu þau vera í húsnæði sem nemur samtals 16.700 fermetrum að flatarmáli.Dr. Jeff Solomon, forstjóri ERBI-stofnunarinnar, tók á móti hópnum í Chesterford. ERBI-stofnunin er lýsandi dæmi fyrir bjartsýni og fyrirhyggju manna í Cambridge. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1997 með fjárveitingu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Bretlands til þriggja ára með það fyrir augum að skapa samstarfsvettvang fyrir nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki í líftækni í Cambridge og nágrenni. Þegar fjárveitingunni lauk árið 2000 tóku einkaaðilar við rekstrinum. Um 300 fyrirtæki í líftækni greiða fyrir fyrir þjónustu stofnunarinnar í dag sem rekin er á sama grunni og fyrr og hefur hún eingöngu tekjur af eigin starfsemi.Vegur ERBI-stofnunarinnar hefur eflst mikið í gegnum árin. Til marks um það eru stjórnarmenn og ráðgjafar stofnunarinnar margir hverjir stjórnarmenn og forkólfar margra heimsþekktra lyfjaframleiðenda. Solomon sagði sögu Cambridge í vísinda- og tæknisögunni vissulega mikilvæga. Skólinn hafi hins vegar líkt og legið í dvala allt frá því að Newton smíðaði kenningu sína um þyngdarlögmálið á sautjándu öld. Enda hafi vegur nýsköpunarfyrirtækja í líftækni ekki tekið að vaxa að ráði fyrr en við upphaf sjöunda áratugar síðustu aldar þegar stúdent frá Cambridge ákvað að stofna ráðgjafafyrirtækið Cambridge Consultants. Fyrirtækið nýtti sér þá þekkingu sem fyrir var á háskólasvæðinu og seldi áfram til fyrirtækja í atvinnulífinu.Fleiri sambærileg fyrirtæki, sem spyrtu saman menntastofnunum og atvinnulífi, spruttu upp í nágrenni Cambridge í kjölfarið. Solomon segir þetta hafa verið mikilvæg mótunarár fyrir nýsköpun í breska líftækniiðnaðinum enda hafi með þessu samkrulli mennta- og atvinnulífs sprottið fram margir af helstu frumkvöðlum landsins á sviði líftækni. Margir þeirra öfluðu sér þekkingar á atvinnulífinu utan við háskólasamfélagið. Þeir væru í dag virkir þátttakendur í starfsemi líftæknigarða á borð við þann í Chesterford, að sögn Solomons sem benti á að í líftæknifyrirtækjum við Cambridge starfi fjórtán einstaklingar sem hlotið hafi Nóbelsverðlaun fyrir hin ýmsu afrek á sínu sviði. Sjálfur hefur Solomon búið í Cambridge í aldarfjórðung. hann hafði komið víða við í líftækniiðnaðinum áður en hann sneri sér að ráðgjafastörfum fyrir lyfja- og efnafyrirtæki á borð við Wellcome og Roche auk þess að veita fjölmörgum erlendum fyrirtækjum af viskubrunni sínum.stuðningur frá þyrpingunumSolomon benti á að lítið hefði gerst í nýsköpun í breskum líftækniiðnaði fyrr en um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar fyrstu sprotafyrirtækin á sviði líftæknirannsókna og þróunar fóru að líta dagsins ljós. Ástæðan fyrir því var meðal annars brotthvarf stóru lyfjafyrirtækjanna og breytt viðhorf fjárfesta sem sáu hag í því að styrkja líftæknigeirann. Mörg fyrirtæki fóru hins vegar fram af meira kappi en forsjá og heyra mörg þeirra nú sögunni til. En línan var lögð og nutu mörg þeirra stuðnings af þeim þekkingarþyrpingum sem þá voru þegar komnar til sögunnar.Þyrpingarnar efldust enn frekar eftir því sem fleiri fyrirtæki urðu sögunni að bráð enda leituðu þau styrks hvert hjá öðru. Þyrpingar sem þessar eru langt í frá sérbreskt fyrirtæki enda benti Solomon á að sambærilegan stuðning við sprotafyrirtæki í þekkingargeiranum væri að finna víða við helstu þéttbýlisstaði í Evrópu. Sérstaklega nefndi hann París og Lyon í Frakklandi, Kaupmannahöfn í Danmörku, Lund í Svíþjóð auk þess sem einhver væri að finna í Sviss. Eftirtektarvert væri hins vegar hversu mörg þekkingarþop væru í nágrenni Cambridge. Slíkur fjöldi ætti engan sinn líka nema ef vera skyldi í Bandaríkjunum. „Og jafnvel þar er líka Cambridge,“ sagði hann á léttum nótum og benti á heimskort þar sem helstu þekkingarþyrpingar heimsins voru merktar á.Sprenging í líftæknigeiranumNýsköpunarfyrirtækjum í líftækni í nágrenni Cambridge hefur snarfjölgað á þeim tæpu 30 árum sem liðin eru síðan þau fyrstu litu dagsins ljós. Í dag eru hvorki fleiri né færri en 230 líftæknfyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í nágrenni Cambridge sem vinna í nánu samstarfi við 30 stofnanir, háskóla á svæðinu og bresku heilsugæsluna. Fer þeim fjölgandi ef eitthvað er, að mati Solomons sem benti á að 30.000 einstaklingar hefðu lifibrauð sitt af líftækniiðnaðinum með einum eða öðrum hætti í námunda við Cambridge. Þar af væru 13.000 manns á launaskrá hjá fyrirtækjunum.Mörg fyrirtæki í líftækni á Cambridge-svæðinu eru æði fámenn, með allt frá einum til fjögurra starfsmanna. Flest þeirra eru hins vegar með fimm til nítján starfsmenn og var vöxtur þeirra hlutfallslega mestur á ársgrundvelli í fyrra. Stærstu fyrirtækin eru svo með á bilinu 20 til 49 starfsmenn. Þegar fyrirtæki eru komin með svo marga starfsmenn eru þau iðulega með rótgrónari rekstrargrundvöll og með reglulegri veltu en þau smærri, að sögn Solomons.Stuttur líftímiMenn voru á einu máli um að starfsemi líftæknifyrirtækja væri áhætturekstur. Rannsóknir og þróun á lyfjum og tækjabúnaði tæki langan tíma, stundum allt upp undir rúman áratug, og þyrftu fyrirtæki einatt að horfa á eftir miklu fjármagni áður en árangurinn skilaði sér. Ef hann þá gerði það.Dr. Hamish Cameron, einn af stjórnendum bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, tók undir með Solomon og sagði menn geta jafnvel gert ráð fyrir því að heill starfsferill gæti farið í þróun lyfja án þess að sjá þau nokkurn tíma koma á markað. Flestum mistækjust áætlunarverk sitt, að hans sögn. Cameron bætti því hins vegar við að breskum líftæknifyrirtækjum hefði farnast ágætlega enda sé fimmtungur hundrað mest seldu lyfja á heimsvísu upprunninn í Bretlandi.Solomon hnykkti enn frekar á áhættuþættinum í rekstri nýsköpunarfyrirtækja í líftækniiðnaði. Áhættan ætti ekki einasta við bresk fyrirtæki heldur flest í greininni. Hann sagði áhættuna gera það að verkum að líftími fyrirtækja væri tiltölulega stuttur miðað við fyrirtæki í öðrum greinum. Fyrirtækin skiluðu iðulega ekki hagnaði og sigldu því mörg þeirra í strand þegar fjármagnið væri uppurið. „Þetta er áhættustarf,“ sagði hann en róaði blaðamenn með því að fyrirtæki í greininni væru ætíð á höttunum eftir fólki með sérfræðimenntum og því þyrftu þeir sem hefðu misst vinnuna vegna gjaldþrots líftæknifyrirtækja ekki að örvænta því miklar líkur væru á því að fólk fyndi starf við hæfi innan þriggja mánaða.
Nóbelsverðlaun Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira