Gott veganesti út í lífið 22. mars 2007 04:30 Spurningin hvort börn fermist vegna trúar eða annars er af mjög tilfinningalegum toga, að sögn séra Örnu Grétarsdóttur. MYND/Vilhelm „Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“ Fermingar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“
Fermingar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira