Áhyggjur með englavernd 28. mars 2007 04:00 Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira