Reynir lítið á þroskann 4. apríl 2007 00:01 Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira