Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar 4. apríl 2007 09:15 DiCaprio og Knútur taka sig vel út á forsíðu Vanity Fair Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira