Framlag verðlaunað 14. apríl 2007 14:00 Salmans Rushdie Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár. Verðlaunum þessum var komið á fót árið 2005 en ólíkt hinum eiginlegu Booker-verðlaunum, sem ætluð eru breskum skáldsagnahöfundum og kollegum þeirra á Írlandi, Suður-Afríku eða í ríkjum sem tilheyrðu breska heimsveldinu, eru alþjóðlegu verðlaunin ekki veitt fyrir stök höfundarverk heldur fyrir feril og framlag höfunda til bókmenntanna í heild. Man Booker verðlaunin voru fyrst afhent árið 1969 og teljast með virtari bókmenntaverðlaunum og nú er til að mynda einnig farið að veita rússnesku Booker verðlaun. Þessi alþjóðlegu verðlaun voru fyrst afhent árið 2005 en þau hlaut þá albanski rithöfundurinn Ismail Kadaré. Verðlaunaféð er nemur um 7,8 milljónum króna en verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Salman Rushdie Dómnefnd verðlaunanna er einráð og tekur því ekki við ábendingum frá bókaútgefendum. Dómnefndina skipa fræðikonan Elaine Showalter og rithöfundarnir Nadine Gordimer og Colm Tóbín en þátttökurétt eiga höfundar sem skrifa á ensku eða hvers verk eru aðgengileg í enskum þýðingum. Fleiri kunnugleg nöfn má finna á listanum, þar á meðal nöfn Alice Munro, Salmans Rushdie, Doris Lessing, Carlos Fuentes og Amos Oz en tilkynnt verður um verðlaunahafann í júníbyrjun. Aukinheldur eru veitt verðlaun fyrir þýðingar og ef svo á við getur verðlaunahafinn valið þýðanda að verkum sínum sem þá hlýtur einnig dágóða summu fyrir sitt starf. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár. Verðlaunum þessum var komið á fót árið 2005 en ólíkt hinum eiginlegu Booker-verðlaunum, sem ætluð eru breskum skáldsagnahöfundum og kollegum þeirra á Írlandi, Suður-Afríku eða í ríkjum sem tilheyrðu breska heimsveldinu, eru alþjóðlegu verðlaunin ekki veitt fyrir stök höfundarverk heldur fyrir feril og framlag höfunda til bókmenntanna í heild. Man Booker verðlaunin voru fyrst afhent árið 1969 og teljast með virtari bókmenntaverðlaunum og nú er til að mynda einnig farið að veita rússnesku Booker verðlaun. Þessi alþjóðlegu verðlaun voru fyrst afhent árið 2005 en þau hlaut þá albanski rithöfundurinn Ismail Kadaré. Verðlaunaféð er nemur um 7,8 milljónum króna en verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Salman Rushdie Dómnefnd verðlaunanna er einráð og tekur því ekki við ábendingum frá bókaútgefendum. Dómnefndina skipa fræðikonan Elaine Showalter og rithöfundarnir Nadine Gordimer og Colm Tóbín en þátttökurétt eiga höfundar sem skrifa á ensku eða hvers verk eru aðgengileg í enskum þýðingum. Fleiri kunnugleg nöfn má finna á listanum, þar á meðal nöfn Alice Munro, Salmans Rushdie, Doris Lessing, Carlos Fuentes og Amos Oz en tilkynnt verður um verðlaunahafann í júníbyrjun. Aukinheldur eru veitt verðlaun fyrir þýðingar og ef svo á við getur verðlaunahafinn valið þýðanda að verkum sínum sem þá hlýtur einnig dágóða summu fyrir sitt starf.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira