Spá 4,3% verðbólgu 2. maí 2007 00:01 Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira