Übermensch 4. maí 2007 06:00 Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að vísindamenn hefðu náð jafn merkilegum áfanga og þegar kindin Dolly var klónuð. Svo virtist sem maður hefði verið soðinn saman úr því besta frá Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni, og líkamsræktarfrömuðinum Gillzenegger. Hefði Kristján aðeins verið fyrirferðarmeiri stærð í íslenskum stjórnmálum væri nærtækasta ályktunin sú að forstjórinn ungi hefði verið búinn til á tilraunastofu. Einhvers konar ofurforstjóri - tákngervingur tíðarandans á Íslandi í upphafi 21. aldar. Übermensch. Bankaforstjórarnir eru nefnilega sannkallaðar ofurhetjur okkar Íslendinga . Þeir státa jafnvel af nöfnum sem hljóma ofurhetjulega, til dæmis S-hópurinn, Straumur og Samson. Eini munurinn á íslenska ofurforstjóranum og hinu klassíska ofurmenni er sá að hann þarf aldrei að fara huldu höfði. Á daginn er hann þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri eins farsælasta fjármálafyrirtækis landsins en á kvöldin er hann … ja, þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri eins farsælasta fjármálafyrirtækis landsins. Með sínum virðisaukandi áhrifum og ofurafli á sviði fjárfestinga og eignastýringa gera ofurforstjórarnir lífið líka bærilegra fyrir okkur hin. Miðað við þau kaup og kjör sem menn í fjármálageiranum hafa vanist gætu þeir líka allt eins verið frá annarri plánetu en restin af okkur. Geimverur frá fjarlægum stjörnuþokum sem ekkert bítur á undir okkar gulu sól. Nema kannski skattar. Sumum blöskraði að við starfslok sín fékk nýkvaddur forstjóri Glitnis ríflega hálfan milljarð króna fyrir sinn snúð og öðlaðist það sem á máli ofurforstjóra er kallað „fjárhagslegt sjálfstæði". Ég yppti öxlum. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað svona háar fjárhæðir þýða, en auk þess er álíka fánýtt að súpa hveljur yfir þessu og að öfundast út í fugla fyrir að geta flogið. Það er orðið tímabært að horfast í augu við það að forstjórarnir búa einfaldlega yfir öðrum eiginleikum en flestir aðrir; þeir eru nánast af annarri tegund. Hinn blauti draumur Péturs Blöndal um hreinræktaðan homo economus hefur ræst og mannkynið stendur á þröskuldi nýs kafla í þróunarsögunni. Ég spái því að það sé aðeins tímaspursmál þangað til við sjáum forstjórana spígspora niður Bankastræti í sokkabuxum með skikkjur eða klædda í Hugo Boss-nærbuxur yfir jakkafötin. Ekki af því þeir þurfa það, heldur einmitt vegna þess að þeir þurfa það ekki. Þeir bara geta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að vísindamenn hefðu náð jafn merkilegum áfanga og þegar kindin Dolly var klónuð. Svo virtist sem maður hefði verið soðinn saman úr því besta frá Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni, og líkamsræktarfrömuðinum Gillzenegger. Hefði Kristján aðeins verið fyrirferðarmeiri stærð í íslenskum stjórnmálum væri nærtækasta ályktunin sú að forstjórinn ungi hefði verið búinn til á tilraunastofu. Einhvers konar ofurforstjóri - tákngervingur tíðarandans á Íslandi í upphafi 21. aldar. Übermensch. Bankaforstjórarnir eru nefnilega sannkallaðar ofurhetjur okkar Íslendinga . Þeir státa jafnvel af nöfnum sem hljóma ofurhetjulega, til dæmis S-hópurinn, Straumur og Samson. Eini munurinn á íslenska ofurforstjóranum og hinu klassíska ofurmenni er sá að hann þarf aldrei að fara huldu höfði. Á daginn er hann þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri eins farsælasta fjármálafyrirtækis landsins en á kvöldin er hann … ja, þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri eins farsælasta fjármálafyrirtækis landsins. Með sínum virðisaukandi áhrifum og ofurafli á sviði fjárfestinga og eignastýringa gera ofurforstjórarnir lífið líka bærilegra fyrir okkur hin. Miðað við þau kaup og kjör sem menn í fjármálageiranum hafa vanist gætu þeir líka allt eins verið frá annarri plánetu en restin af okkur. Geimverur frá fjarlægum stjörnuþokum sem ekkert bítur á undir okkar gulu sól. Nema kannski skattar. Sumum blöskraði að við starfslok sín fékk nýkvaddur forstjóri Glitnis ríflega hálfan milljarð króna fyrir sinn snúð og öðlaðist það sem á máli ofurforstjóra er kallað „fjárhagslegt sjálfstæði". Ég yppti öxlum. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað svona háar fjárhæðir þýða, en auk þess er álíka fánýtt að súpa hveljur yfir þessu og að öfundast út í fugla fyrir að geta flogið. Það er orðið tímabært að horfast í augu við það að forstjórarnir búa einfaldlega yfir öðrum eiginleikum en flestir aðrir; þeir eru nánast af annarri tegund. Hinn blauti draumur Péturs Blöndal um hreinræktaðan homo economus hefur ræst og mannkynið stendur á þröskuldi nýs kafla í þróunarsögunni. Ég spái því að það sé aðeins tímaspursmál þangað til við sjáum forstjórana spígspora niður Bankastræti í sokkabuxum með skikkjur eða klædda í Hugo Boss-nærbuxur yfir jakkafötin. Ekki af því þeir þurfa það, heldur einmitt vegna þess að þeir þurfa það ekki. Þeir bara geta það.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun