Sögur fyrir sálarlífið 11. maí 2007 00:01 Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Illræmdust er flóðbylgja Moggabloggsins og ég er viss um að allmargir Moggabloggarar gæfu aðra höndina fyrir 400 orð á baksíðu Fréttablaðsins daginn fyrir kosningar. Einmitt þess vegna ætla ég ekki að tala um pólitík. Hí á ykkur. Það er þó Ellý Ármanns sem hefur skotið öðrum Moggabloggurum ref fyrir rass - ekki með röfli um stjórnarmyndunarmöguleika heldur með erótískum smásögum. Nú skilst mér að hún hafi fengið boð um birtingu í dönskum blöðum, en það hefur reynst mörgum íslenskum höfundi vel í upphafi ferils. Sögur Ellýjar eru lipurlega skrifaðar, tilvaldar með kaffinu eða fyrir svefninn. Þær fjalla um flengingar, sprautublæti og kynlíf á bílaþvottastöðum með afslappaðri kímni og lesandi fær strax samúð með aðalpersónunum, velviljuðum konum sem eru flæktar í grátbroslegar aðstæður. Bókmenntir á borð við þessar eru sólargeisli í andlegum doða og lifandi samkeppni hins ritaða máls við afþreyingarefni sjónvarps. Hvort sem landinn liggur í próflestri eða kosningaþunglyndi er slíkt léttmeti bráðhollt fyrir sálarlífið. Ég leyfi mér einnig að mæla með Ísfólkinu, 47 binda bókaflokk norsku skáldkonunnar Margit Sandemo, þar sem kynóðir djöflar, ættbálkaerjur og heygafflamorð hrærast saman í ómótstæðilegt léttklám fyrir unglingsstúlkur. Ef lesendur vilja frekar eitthvað íslenskt má nefna unglingabækur frá 9. áratugnum. Að mínu mati ber þar hæst skáldsöguna Brosað gegnum tárin, sem fjallar um unglingsstúlku á Suðurnesjum sem hefur lágt sjálfsmat en tekur síðan þátt í fegurðarsamkeppni og öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er boðskapurinn bara frábær heldur eru ýmsir skemmtilegir hnökrar á frásögninni, til dæmis skiptir aðalpersónan nokkrum sinnum um nafn. Það er þó ekkert miðað við aðstæður föður hennar, sem í upphafi bókar er í sárum eftir dauða eiginkonu sinnar og blindur í ofanálag, en gerist á síðu 138 sekur um ölvunarakstur. Þegar stúlkan sér blindan föður sinn skjögra út úr bílnum spyr hún sár: Pabbi, varstu að drekka? Manstu ekki að fegurðarsamkeppnin er í kvöld? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Illræmdust er flóðbylgja Moggabloggsins og ég er viss um að allmargir Moggabloggarar gæfu aðra höndina fyrir 400 orð á baksíðu Fréttablaðsins daginn fyrir kosningar. Einmitt þess vegna ætla ég ekki að tala um pólitík. Hí á ykkur. Það er þó Ellý Ármanns sem hefur skotið öðrum Moggabloggurum ref fyrir rass - ekki með röfli um stjórnarmyndunarmöguleika heldur með erótískum smásögum. Nú skilst mér að hún hafi fengið boð um birtingu í dönskum blöðum, en það hefur reynst mörgum íslenskum höfundi vel í upphafi ferils. Sögur Ellýjar eru lipurlega skrifaðar, tilvaldar með kaffinu eða fyrir svefninn. Þær fjalla um flengingar, sprautublæti og kynlíf á bílaþvottastöðum með afslappaðri kímni og lesandi fær strax samúð með aðalpersónunum, velviljuðum konum sem eru flæktar í grátbroslegar aðstæður. Bókmenntir á borð við þessar eru sólargeisli í andlegum doða og lifandi samkeppni hins ritaða máls við afþreyingarefni sjónvarps. Hvort sem landinn liggur í próflestri eða kosningaþunglyndi er slíkt léttmeti bráðhollt fyrir sálarlífið. Ég leyfi mér einnig að mæla með Ísfólkinu, 47 binda bókaflokk norsku skáldkonunnar Margit Sandemo, þar sem kynóðir djöflar, ættbálkaerjur og heygafflamorð hrærast saman í ómótstæðilegt léttklám fyrir unglingsstúlkur. Ef lesendur vilja frekar eitthvað íslenskt má nefna unglingabækur frá 9. áratugnum. Að mínu mati ber þar hæst skáldsöguna Brosað gegnum tárin, sem fjallar um unglingsstúlku á Suðurnesjum sem hefur lágt sjálfsmat en tekur síðan þátt í fegurðarsamkeppni og öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er boðskapurinn bara frábær heldur eru ýmsir skemmtilegir hnökrar á frásögninni, til dæmis skiptir aðalpersónan nokkrum sinnum um nafn. Það er þó ekkert miðað við aðstæður föður hennar, sem í upphafi bókar er í sárum eftir dauða eiginkonu sinnar og blindur í ofanálag, en gerist á síðu 138 sekur um ölvunarakstur. Þegar stúlkan sér blindan föður sinn skjögra út úr bílnum spyr hún sár: Pabbi, varstu að drekka? Manstu ekki að fegurðarsamkeppnin er í kvöld?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun