Kristín Svava Tómasdóttir Lifi Sparisjóður Dalvíkur Þetta gæti verið upphaf á gömlu lagi með Megasi: Það eru allir svo brjálaðir út í bankana. Svo gætu erindin tuttugu og sjö öll hafist á svipuðum nótum. Það eru allir svo bitrir út í bankana, það blæs ekki byrlega fyrir bönkunum... Bakþankar 30.8.2007 17:59 Illt í maganum Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta. Bakþankar 16.8.2007 17:33 Í gettóinu Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum“. Bakþankar 2.8.2007 18:56 Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 19.7.2007 21:31 La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 5.7.2007 16:16 Mannauðsstjórnun Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Bakþankar 21.6.2007 19:49 Hugmyndir Svía um nútímann Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Bakþankar 7.6.2007 19:28 Glerbrot í vegginn, takk Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Bakþankar 24.5.2007 17:59 Sögur fyrir sálarlífið Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Bakþankar 10.5.2007 17:42 Segjum nei við Gamla sáttmála Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljanlegt að ekki skuli hafa verið fenginn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Bakþankar 26.4.2007 23:45 Kapphlaupið um Sannleikann Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu. Bakþankar 12.4.2007 17:40 Maður er fermdur Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Bakþankar 22.3.2007 17:50 Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 8.3.2007 16:56 Tilvistarkreppa álitsgjafa Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Bakþankar 22.2.2007 16:45 19 hið nýja 16? Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista – persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi. Bakþankar 16.2.2007 15:08
Lifi Sparisjóður Dalvíkur Þetta gæti verið upphaf á gömlu lagi með Megasi: Það eru allir svo brjálaðir út í bankana. Svo gætu erindin tuttugu og sjö öll hafist á svipuðum nótum. Það eru allir svo bitrir út í bankana, það blæs ekki byrlega fyrir bönkunum... Bakþankar 30.8.2007 17:59
Illt í maganum Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta. Bakþankar 16.8.2007 17:33
Í gettóinu Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum“. Bakþankar 2.8.2007 18:56
Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 19.7.2007 21:31
La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 5.7.2007 16:16
Mannauðsstjórnun Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Bakþankar 21.6.2007 19:49
Hugmyndir Svía um nútímann Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Bakþankar 7.6.2007 19:28
Glerbrot í vegginn, takk Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Bakþankar 24.5.2007 17:59
Sögur fyrir sálarlífið Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Bakþankar 10.5.2007 17:42
Segjum nei við Gamla sáttmála Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljanlegt að ekki skuli hafa verið fenginn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Bakþankar 26.4.2007 23:45
Kapphlaupið um Sannleikann Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu. Bakþankar 12.4.2007 17:40
Maður er fermdur Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Bakþankar 22.3.2007 17:50
Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 8.3.2007 16:56
Tilvistarkreppa álitsgjafa Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Bakþankar 22.2.2007 16:45
19 hið nýja 16? Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista – persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi. Bakþankar 16.2.2007 15:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent