Spennan snýst um hvort stjórnin lifir 12. maí 2007 08:15 Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt. Kosningar 2007 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt.
Kosningar 2007 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira