Stöldrum við – hugsum um alvöru málsins Björn Bjarnason skrifar 17. maí 2007 06:00 Pólitísk auglýsing Jóhannesar Jónssonar kaupmanns gegn mér birtist í öllum dagblöðum föstudaginn 11. maí í því skyni að hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík suður í kosningunum daginn eftir. Meira en 80% kjósenda flokksins höfðu áskorun Jóhannesar að engu. Í fréttatíma sjónvarpsins að kvöldi 15. maí var látið að því liggja, að óvenjulegt framtak Jóhannesar mætti rekja til þess, hvernig staðið var að því að auglýsa embætti ríkissaksóknara. Þetta er alrangt. Jóhannes birti auglýsingu sína til að ófrægja embættismenn, sem hafa komið að ákærum í Baugsmálinu svonefnda, auk mín, sem á engan hlut að ákærunum. Baugsmálið var hafið, áður en ég varð dómsmálaráðherra. Til minna kasta kom haustið 2005, þegar ég setti Sigurð T. Magnússon, héraðsdómara, sérstakan saksóknara í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég síðan Rúnar Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, ríkislögreglustjóra í skattsvikamáli tengdu Baugsmönnum, en það er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild. Þegar ég setti Sigurð T. Magnússon töldu Baugsmenn mig vanhæfan og létu árangurslaust á þá skoðun sína reyna fyrir dómstólum. Í auglýsingunni gaf Jóhannes Jónsson meðal annars til kynna, að aðstoðarlögreglustjórinn í Reykjavík hefði eitthvað „á mig“ og þess vegna myndi ég skipa hann ríkissaksóknara. Þessi kenning varpar ljósi á einkennilegan hugarheim auglýsandans og síðan meginboðskapinn: Vegna auðs míns og verslunarumsvifa skal ég hafa mitt fram! Í ljósi síendurtekinna yfirlýsinga Jóhannesar um pólitískt samsæri sjálfstæðismanna gegn sér og fjölskyldu sinni kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að hann beiti auði sínum og viðskiptaáhrifum gegn stjórnmálamönnum, sem hann telur standa í vegi fyrir því, að hann geti farið öllu sínu fram. Ekkert réttarríki býr auðmönnum hins vegar eftirlitslausar aðstæður. Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta. Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli. Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína – það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“ Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Pólitísk auglýsing Jóhannesar Jónssonar kaupmanns gegn mér birtist í öllum dagblöðum föstudaginn 11. maí í því skyni að hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík suður í kosningunum daginn eftir. Meira en 80% kjósenda flokksins höfðu áskorun Jóhannesar að engu. Í fréttatíma sjónvarpsins að kvöldi 15. maí var látið að því liggja, að óvenjulegt framtak Jóhannesar mætti rekja til þess, hvernig staðið var að því að auglýsa embætti ríkissaksóknara. Þetta er alrangt. Jóhannes birti auglýsingu sína til að ófrægja embættismenn, sem hafa komið að ákærum í Baugsmálinu svonefnda, auk mín, sem á engan hlut að ákærunum. Baugsmálið var hafið, áður en ég varð dómsmálaráðherra. Til minna kasta kom haustið 2005, þegar ég setti Sigurð T. Magnússon, héraðsdómara, sérstakan saksóknara í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég síðan Rúnar Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, ríkislögreglustjóra í skattsvikamáli tengdu Baugsmönnum, en það er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild. Þegar ég setti Sigurð T. Magnússon töldu Baugsmenn mig vanhæfan og létu árangurslaust á þá skoðun sína reyna fyrir dómstólum. Í auglýsingunni gaf Jóhannes Jónsson meðal annars til kynna, að aðstoðarlögreglustjórinn í Reykjavík hefði eitthvað „á mig“ og þess vegna myndi ég skipa hann ríkissaksóknara. Þessi kenning varpar ljósi á einkennilegan hugarheim auglýsandans og síðan meginboðskapinn: Vegna auðs míns og verslunarumsvifa skal ég hafa mitt fram! Í ljósi síendurtekinna yfirlýsinga Jóhannesar um pólitískt samsæri sjálfstæðismanna gegn sér og fjölskyldu sinni kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að hann beiti auði sínum og viðskiptaáhrifum gegn stjórnmálamönnum, sem hann telur standa í vegi fyrir því, að hann geti farið öllu sínu fram. Ekkert réttarríki býr auðmönnum hins vegar eftirlitslausar aðstæður. Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta. Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli. Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína – það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“ Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun