Endurmat gæðanna 17. maí 2007 08:00 Næstum fimm þúsund myndir. Unnar Örn Jónasson sýnir Viðspyrnusafn sitt í Skotinu. Mynd/Unnar Örn Jónasson Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira