Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn 31. maí 2007 12:00 Til eru skráð tilfelli um meyfæðingar hjá beinfiskum en aldrei fyrr í brjóskfiskum á borð við hákarla. MYND/AP Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“
Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00