Ég er kominn í rétta stöðu 12. júní 2007 09:30 Bjarni Guðjónsson fagnar hér marki með Skagamaönnum en hann hefur verið að leika vel í sumar. Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira