Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn 16. júní 2007 06:30 Axel Gíslason Framkvæmdastjóri Ehf. Samvinnutrygginga frá 1989-2006 Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Markaðir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira