Samviskubit 21. júní 2007 02:00 Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Þótt framleiðendur vilji sýnast góðmennskan uppmáluð hef ég séð nógu mikið af heimildamyndum um hnattvæðinguna til að vita að á bakvið fötin mín er líklega fólk, jafnvel börn, sem stritar við illan aðbúnað í ömurlegum þrælakistum. Ég þarf sem sé ekki að leita lengra en inn í fatskáp til að fá bullandi samviskubit. Svo get ég fengið samviskubit þegar ég skoða inn í ísskáp ef ég borða annað en lífrænt ræktað, því þá er líklegt að fólk og dýr hafi liðið kvöl og pínu við framleiðslu matarins. Við spegilinn get ég fengið samviskubit því þá sé ég hvítan miðaldra karl, táknmynd illskunar sem ber ábyrgð á öllu svínaríinu og heldur kvenfólki niðri. Og í bílnum get ég fengið bullandi samviskubit því þá er ég að bræða Grænlandsjökul og að stefna framtíð mannkynsins í tvísýnu. Sem betur fer er verið að finna upp leiðir til að lækna mann af samviskubitinu. Að kolefnisjafna sig er það nýjasta nýtt og fyrir fimm þúsund kall á ári er samviskubitið í bílnum jafnað út með gróðursetningu á þrjátíu og fimm trjám. Sniðugt. Þetta er eflaust bara byrjunin. Að „lífsgæðajafna sig hnattrænt" hlýtur að vera á leiðinni. Á vandaðri heimasíðu verður reiknivél þar sem maður slær inn bmi-líkamsstuðul, árstekjur og samtölu þess sem maður eyddi í bruðl, til að sjá hversu mikið maður þarf að borga til fátæku landanna. Geri maður þetta er hægt að halda áfram að lifa í vellystingum án samviskubits. Sé maður til dæmis ofalinn með tíu millur á ári og hafi spreðað í þrjár utanlandsferðir, húsbíl og flatskjá, kemur út úr reiknivélinni að maður eigi að láta taka út af kortinu fyrir þremur skóflum og einni hjólböru til að senda til Sierra Leone. Lífsgæðajöfnunin yrði samt örugglega ekki eins vinsæl og kolefnisjöfnunin því ólíkt „hlýnun jarðar" kemur fátækt þriðja heimsins okkur ekki beint við, nema maður leggi sig fram í góðmennskunni eða sé þess viðkvæmari fyrir samviskubitinu. Kannski Bono yrði eini maðurinn sem færi á Lifsvidur punktur is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Þótt framleiðendur vilji sýnast góðmennskan uppmáluð hef ég séð nógu mikið af heimildamyndum um hnattvæðinguna til að vita að á bakvið fötin mín er líklega fólk, jafnvel börn, sem stritar við illan aðbúnað í ömurlegum þrælakistum. Ég þarf sem sé ekki að leita lengra en inn í fatskáp til að fá bullandi samviskubit. Svo get ég fengið samviskubit þegar ég skoða inn í ísskáp ef ég borða annað en lífrænt ræktað, því þá er líklegt að fólk og dýr hafi liðið kvöl og pínu við framleiðslu matarins. Við spegilinn get ég fengið samviskubit því þá sé ég hvítan miðaldra karl, táknmynd illskunar sem ber ábyrgð á öllu svínaríinu og heldur kvenfólki niðri. Og í bílnum get ég fengið bullandi samviskubit því þá er ég að bræða Grænlandsjökul og að stefna framtíð mannkynsins í tvísýnu. Sem betur fer er verið að finna upp leiðir til að lækna mann af samviskubitinu. Að kolefnisjafna sig er það nýjasta nýtt og fyrir fimm þúsund kall á ári er samviskubitið í bílnum jafnað út með gróðursetningu á þrjátíu og fimm trjám. Sniðugt. Þetta er eflaust bara byrjunin. Að „lífsgæðajafna sig hnattrænt" hlýtur að vera á leiðinni. Á vandaðri heimasíðu verður reiknivél þar sem maður slær inn bmi-líkamsstuðul, árstekjur og samtölu þess sem maður eyddi í bruðl, til að sjá hversu mikið maður þarf að borga til fátæku landanna. Geri maður þetta er hægt að halda áfram að lifa í vellystingum án samviskubits. Sé maður til dæmis ofalinn með tíu millur á ári og hafi spreðað í þrjár utanlandsferðir, húsbíl og flatskjá, kemur út úr reiknivélinni að maður eigi að láta taka út af kortinu fyrir þremur skóflum og einni hjólböru til að senda til Sierra Leone. Lífsgæðajöfnunin yrði samt örugglega ekki eins vinsæl og kolefnisjöfnunin því ólíkt „hlýnun jarðar" kemur fátækt þriðja heimsins okkur ekki beint við, nema maður leggi sig fram í góðmennskunni eða sé þess viðkvæmari fyrir samviskubitinu. Kannski Bono yrði eini maðurinn sem færi á Lifsvidur punktur is.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun