Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifa 30. október 2025 09:31 Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar