Einkavæðing í menntastefnu? 22. júní 2007 01:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun