Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Dómstólar Dómsmál Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun