Baráttan fyrir ábyrgum akstri 26. júní 2007 03:45 Ferðasumarið er hafið. Á það var rækilega minnt þegar langar raðir bifreiða mynduðust á umferðaræðunum til og frá höfuðborginni, fyrst út úr bænum á föstudag og svo aftur inn í bæinn á sunnudag. Þegar komið er fram á þennan árstíma er ekki laust við að maður andi léttar eftir hverja helgi þar sem umferðin hefur ekki tekið toll í mannslífum. Ástæða er til að gleðjast yfir því að fjöldi þeirra sem látist hefur í umferðarslysum á árinu er nú minni en í fyrra og vel undir meðaltali frá árinu 2002. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því dag hvern slasast einhverjir í umferðinni og þeir eru nokkrir í hverri viku sem hljóta alvarlega áverka eða örkuml af völdum umferðaslyss. Fjöldi slasaðra í umferðarslysum er mun meiri en í fyrra, hvort sem litið er á tölur um meidda, mikið eða lítið slasaða. Sérstaklega er aukning mikið slasaðra um nærri sextíu prósent miðað við sama tíma í fyrra hrikaleg staðreynd. Ekki verður horft fram hjá því að hraðakstur, eða of hraður akstur miðað við aðstæður, er ein meginorsök umferðarslysa. Á þetta er aldrei nægjanlega oft minnt og mikilvægt er að baráttan fyrir ábyrgum akstri sé alltaf sýnileg, ekki síst á þessum árstíma þegar umferð ferðafólks um vegi landsins er mikil. Göngum gegn slysum er yfirskrift göngu sem ýmsir starfshópar sem koma að umferðarslysum standa fyrir í dag. Þessi hópur fólks þekkir betur en nokkrir aðrir alvarlegar afleiðingar slysa og sér sig knúinn til að minna á sig nú í upphafi ferðasumarsins. Framtak forsvarsmanna göngunnar er svo sannarlega lofsvert. Ástæða er einnig til að fagna stafrænum myndavélum sem boðað er að settar verði upp á næstunni til að mæla hraðakstur á þeim stöðum á landinu þar sem algengast er að ekið sé of hratt. Myndavélarnar eru þannig úr garði gerðar að þær senda myndir af ökuföntunum beint til lögreglustjóraembættisins á Snæfellsnesi sem hefur tekið að sér að senda viðkomandi ökumönnum sektarmiðana. Vonast verður til að markmiðið, sem er að draga úr hraðakstri, náist. Í baráttunni gegn ofsaakstri verður að beita öllum tiltækum ráðum. Reyndar virðast sektirnar einar í sumum tilvikum ekki hafa þann fælingarmátt sem gera mætti ráð fyrir. Til dæmis var það ekki raunin þegar sú sem þetta ritar var á leið norðan úr landi ekki alls fyrir löngu. Ekið var á 90 km hraða þegar bíll með tengivagni ók fram úr en hámarkshraði slíkra ökutækja er 80 km á klukkustund. Skömmu síðar var ekið fram á bílstjórann þar sem hin galvaska lögregla í Húnaþingi var að sekta hann. Í Norðurárdal ók svo sami bílstjóri ótrauður fram úr undirritaðri sem enn var á 90 km hraða. Engan langar að ímynda sér hvað þyrfti til að hafa áhrif á aksturslag slíkra ökumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Ferðasumarið er hafið. Á það var rækilega minnt þegar langar raðir bifreiða mynduðust á umferðaræðunum til og frá höfuðborginni, fyrst út úr bænum á föstudag og svo aftur inn í bæinn á sunnudag. Þegar komið er fram á þennan árstíma er ekki laust við að maður andi léttar eftir hverja helgi þar sem umferðin hefur ekki tekið toll í mannslífum. Ástæða er til að gleðjast yfir því að fjöldi þeirra sem látist hefur í umferðarslysum á árinu er nú minni en í fyrra og vel undir meðaltali frá árinu 2002. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því dag hvern slasast einhverjir í umferðinni og þeir eru nokkrir í hverri viku sem hljóta alvarlega áverka eða örkuml af völdum umferðaslyss. Fjöldi slasaðra í umferðarslysum er mun meiri en í fyrra, hvort sem litið er á tölur um meidda, mikið eða lítið slasaða. Sérstaklega er aukning mikið slasaðra um nærri sextíu prósent miðað við sama tíma í fyrra hrikaleg staðreynd. Ekki verður horft fram hjá því að hraðakstur, eða of hraður akstur miðað við aðstæður, er ein meginorsök umferðarslysa. Á þetta er aldrei nægjanlega oft minnt og mikilvægt er að baráttan fyrir ábyrgum akstri sé alltaf sýnileg, ekki síst á þessum árstíma þegar umferð ferðafólks um vegi landsins er mikil. Göngum gegn slysum er yfirskrift göngu sem ýmsir starfshópar sem koma að umferðarslysum standa fyrir í dag. Þessi hópur fólks þekkir betur en nokkrir aðrir alvarlegar afleiðingar slysa og sér sig knúinn til að minna á sig nú í upphafi ferðasumarsins. Framtak forsvarsmanna göngunnar er svo sannarlega lofsvert. Ástæða er einnig til að fagna stafrænum myndavélum sem boðað er að settar verði upp á næstunni til að mæla hraðakstur á þeim stöðum á landinu þar sem algengast er að ekið sé of hratt. Myndavélarnar eru þannig úr garði gerðar að þær senda myndir af ökuföntunum beint til lögreglustjóraembættisins á Snæfellsnesi sem hefur tekið að sér að senda viðkomandi ökumönnum sektarmiðana. Vonast verður til að markmiðið, sem er að draga úr hraðakstri, náist. Í baráttunni gegn ofsaakstri verður að beita öllum tiltækum ráðum. Reyndar virðast sektirnar einar í sumum tilvikum ekki hafa þann fælingarmátt sem gera mætti ráð fyrir. Til dæmis var það ekki raunin þegar sú sem þetta ritar var á leið norðan úr landi ekki alls fyrir löngu. Ekið var á 90 km hraða þegar bíll með tengivagni ók fram úr en hámarkshraði slíkra ökutækja er 80 km á klukkustund. Skömmu síðar var ekið fram á bílstjórann þar sem hin galvaska lögregla í Húnaþingi var að sekta hann. Í Norðurárdal ók svo sami bílstjóri ótrauður fram úr undirritaðri sem enn var á 90 km hraða. Engan langar að ímynda sér hvað þyrfti til að hafa áhrif á aksturslag slíkra ökumanna.