McFréttir eða lífrænt ræktaðar 27. júní 2007 08:30 Hið gamla spakmæli „allt er best í hófi" kemur upp í hugann þegar maður fer í sumarleyfi og finnur hvílík hvíld er fólgin í því að losna úr heljargreipum þess lífsmynsturs sem maður er fastur í dagsdaglega. Maður hringir bara nauðsynleg símtöl til að tilkynna aðstandendum að maður hafi náð að komast á réttan áfangastað og sé ekki kafnaður úr hita. Maður fær bara nauðsynlegar fréttir af því að ekki hafi gleymst að vökva blómin og skipta um sand í kattakassanum. HVÍLD frá fjölmiðlum gerir það af verkum að maður fullnægir fréttaþörfinni með fréttum úr garði þeirra sem maður hittir á markaðstorgi mannlífsins. Maður hittir fólk á förnum vegi og skiptist á lífrænt ræktuðum fréttum við það; fréttum sem eru mun bragðmeiri og betri fyrir hina andlegu meltingu en þær fjöldaframleiddu og erfðabættu McFréttir sem gera hugann feitan og slappan. Í VÖRUSKIPTUM fyrir fréttamola um loftslag og veðurfar á Íslandi fékk ég merkilegar fréttir um dreifbýlisvandann í Tyrklandi hjá ungum Kúrda sem er verslunarstjóri í stórri búð hérna í Marmaris. Sem hver annar túristi var ég teymdur inn í búðina til hans og þar sem okkur fannst svo skemmtilegt að prútta hvor við annan bauð hann mér og Össuri frænda mínum í kvöldmat til að halda áfram að spjalla. KÚRDINN sem var veitull og rausnarlegur gestgjafi sagðist vera kominn úr þorpi nálægt landamærum Tyrklands og Írans. Þar er lítið um vinnu fyrir ungt fólk svo að mörg ungmenni yfirgefa átthaganna til að freista gæfunnar annars staðar. Hin hefðbundna atvinna karlmanna í heimabyggðinni er smygl. Allir þurfa að lifa á einhverju og stjórnvöld setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að því að ræða atvinnumál í afskekktum fjallabyggðum. SMYGLGÓSSIÐ er bensín. Einn hestburður af bensíni eru tvær 75 lítra tunnur sem eru bundnar upp á hest og 100 hestar í lest koma því með 15 þúsund lítra af ódýru bensíni frá Íran til Tyrklands. Þeir sem lifa á þessu eru smyglararnir sjálfir, heildsalar sem kaupa af þeim bensínið, dreifingaraðilar heildsalanna og svo allir smásalarnir. Meðaltekjur þeirra sem eru ofarlega í þessari lífkeðju eru um 5000 íslenskar krónur á dag. DUGLEGUSTU smyglararnir bera meira úr býtum, sagði gestgjafinn. Fyrir utan leirkofana þeirra standa gljábónaðir BMW-ar. Verður maður svona efnaður á því að binda bensíntunnur upp á hross? spurðum við. Tja, okkar á milli sagt, sagði gestgjafinn, hefur það heyrst að í sumum tunnunum sé heróín en ekki bensín. Það gefur meira af sér. Allir þurfa jú að lifa. Einhvern veginn. Og til að tunnurnar séu ekki tómar aðra leiðina er stundum stungið inn í þær nauðsynlegum tækjum eins og hríðskotabyssum eða sprengjuvörpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Hið gamla spakmæli „allt er best í hófi" kemur upp í hugann þegar maður fer í sumarleyfi og finnur hvílík hvíld er fólgin í því að losna úr heljargreipum þess lífsmynsturs sem maður er fastur í dagsdaglega. Maður hringir bara nauðsynleg símtöl til að tilkynna aðstandendum að maður hafi náð að komast á réttan áfangastað og sé ekki kafnaður úr hita. Maður fær bara nauðsynlegar fréttir af því að ekki hafi gleymst að vökva blómin og skipta um sand í kattakassanum. HVÍLD frá fjölmiðlum gerir það af verkum að maður fullnægir fréttaþörfinni með fréttum úr garði þeirra sem maður hittir á markaðstorgi mannlífsins. Maður hittir fólk á förnum vegi og skiptist á lífrænt ræktuðum fréttum við það; fréttum sem eru mun bragðmeiri og betri fyrir hina andlegu meltingu en þær fjöldaframleiddu og erfðabættu McFréttir sem gera hugann feitan og slappan. Í VÖRUSKIPTUM fyrir fréttamola um loftslag og veðurfar á Íslandi fékk ég merkilegar fréttir um dreifbýlisvandann í Tyrklandi hjá ungum Kúrda sem er verslunarstjóri í stórri búð hérna í Marmaris. Sem hver annar túristi var ég teymdur inn í búðina til hans og þar sem okkur fannst svo skemmtilegt að prútta hvor við annan bauð hann mér og Össuri frænda mínum í kvöldmat til að halda áfram að spjalla. KÚRDINN sem var veitull og rausnarlegur gestgjafi sagðist vera kominn úr þorpi nálægt landamærum Tyrklands og Írans. Þar er lítið um vinnu fyrir ungt fólk svo að mörg ungmenni yfirgefa átthaganna til að freista gæfunnar annars staðar. Hin hefðbundna atvinna karlmanna í heimabyggðinni er smygl. Allir þurfa að lifa á einhverju og stjórnvöld setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að því að ræða atvinnumál í afskekktum fjallabyggðum. SMYGLGÓSSIÐ er bensín. Einn hestburður af bensíni eru tvær 75 lítra tunnur sem eru bundnar upp á hest og 100 hestar í lest koma því með 15 þúsund lítra af ódýru bensíni frá Íran til Tyrklands. Þeir sem lifa á þessu eru smyglararnir sjálfir, heildsalar sem kaupa af þeim bensínið, dreifingaraðilar heildsalanna og svo allir smásalarnir. Meðaltekjur þeirra sem eru ofarlega í þessari lífkeðju eru um 5000 íslenskar krónur á dag. DUGLEGUSTU smyglararnir bera meira úr býtum, sagði gestgjafinn. Fyrir utan leirkofana þeirra standa gljábónaðir BMW-ar. Verður maður svona efnaður á því að binda bensíntunnur upp á hross? spurðum við. Tja, okkar á milli sagt, sagði gestgjafinn, hefur það heyrst að í sumum tunnunum sé heróín en ekki bensín. Það gefur meira af sér. Allir þurfa jú að lifa. Einhvern veginn. Og til að tunnurnar séu ekki tómar aðra leiðina er stundum stungið inn í þær nauðsynlegum tækjum eins og hríðskotabyssum eða sprengjuvörpum.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun