Semur líklega við Viborg
Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.