Tumi í Skaftafelli 5. júlí 2007 04:15 Einn pollur Tuma á sýningunni. Birt með góðfúslegu leyfi listamannsins Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira