Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum 7. júlí 2007 00:01 víti? Valsmenn vildu meina að Alicia Wilson hefði brotið á Margréti Láru Viðarsdóttur í fyrri hálfleik. Hér liggja þær eftir en Embla Grétarsdóttir eltir boltann. MYND/Anton Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð