Erlent

Konur vilja vöðvastælta menn

Vöðvastæltir karlmenn eru líklegri til að ná kvenhylli.
Vöðvastæltir karlmenn eru líklegri til að ná kvenhylli.

Stæltir karlmenn eiga fleiri bólfélaga en þeir horuðu.

„Konum er það eðlislægt að vilja frekar vöðvastælta menn,“ segir David Frederick frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Hann stýrði rannsókn á því hverju konur laðast að við útlit karlmanna og var þetta niðurstaðan.

Hann segir að flestar rannsóknir hafi horft til þess að hverju menn laðast við útlit kvenna, og hvaða samfélagsstöðu karla konur laðast að. Samkvæmt eldri rannsóknum var talið að konur löðuðust helst að karlmönnum sem þénuðu vel og væru ábyrgir. Þessi rannsókn sýnir hins vegar að þær taki líkamlega eiginleika fram yfir.

Rannsóknin sýndi að konur laðast frekar að vöðvastæltum karlmönnum, sérstaklega fyrir stutt kynni. En þegar kom að því að finna maka eru þær líklegri til að taka venjulegan mann fram yfir vöðvana. „Konum þykja vöðvastæltir menn kynæsandi, en á sama tíma efast þær um fyrirætlanir þeirra í ástarmálum,“ segir David.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×