Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið 22. júlí 2007 10:30 Alma Ýr missti neðan af báðum fótum aðeins 17 ára gömul. Hún segist þakklát Össuri fyrir tækifærið til þess að gera hluti sem mörgum finnst sjálfsagðir en eru það í raun ekki. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki." Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki."
Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira