Jag är döden 8. ágúst 2007 00:01 Íbúar Fårø voru vanir að svara upp í tunglið þegar aðkomufólk spurði hvar Ingmar Bergman byggi. „Annars hefði hann aldrei fengið frið," segir leigubílstjórinn sem ekur mér norður eftir eyjunni. Á svona degi er hægur vandi að átta sig á því hvers vegna leikstjórinn hreiðraði hér um sig. Hvítar strendur breiða úr sér og gráa Gotlandsféð vappar um í grösugum haga. Nú þegar Ingmar er genginn á vit formæðra sinna er ekkert sem heldur aftur af leigubílstjóranum. „Sko, þarna bjó hann," segir hann allt í einu og bendir í átt að afleggjara sem liggur niður að sjó. Þar á milli trjánna leynist þá húsið sem birst hafa loftmyndir af í fjölmiðlum að undanförnu. Sænsku blöðin fjölluðu ítarlega um Bergman um leið og kallið kom. Fjallað var um feril hans og ekki bara kvikmyndir, bækur og leikrit, heldur líka eiginkonurnar sex og börnin níu. „Konurnar hans Bergmans", og er þá bæði átt við dætur og fyrrverandi eiginkonur, drifu sig til Fårø eftir að fréttist af andlátinu en Liv Ullman náði þó að hitta Ingmar áður en hann skildi við. Hún fann á sér hvað var í aðsigi og var ekki lengi að panta þyrlu. Allt eins og í góðu drama; fyrirboðar, dauðvona kóngur og grátandi konur. Blöðin fengu eftirmæli hjá alvörukónginum, samstarfsmönnum Ingmars og aðdáendum, eins og Woody Allen sem aldrei hefur jafnað sig eftir að hafa séð Harriet Andersson spranga um bera í Sommaren med Monika. Svíar fylgdust vel með því hvernig útlendingar minntust Ingmars. Fyrst barst þaðan aðeins lof en svo tóku menn að færa sig upp á skaftið. Í New York fannst pistlahöfundur sem sagði myndir Ingmars útataðar í tilgerð og var sérlega uppsigað við dauðann í Sjöunda innsiglinu. Þá vatt almenningur sér fram á sjónarsviðið og viðurkenndi í lesendadálkum að hann „fattar inget af hans filmer". Nú viku eftir lát Ingmars hafa blöðin snúið sér að frægu pari í forræðisdeilu og vangaveltur um greftrunarstað leikstjórans hafa lognast út af. Leigubílstjórinn á heldur ekki von á að neitt breytist á Fårø þótt Ingmars njóti ekki lengur við. „Líklega á árlega Bergmanshátíðin þó eftir að falla niður," tekur hann þó fram. „Hann var vanur að taka þátt í henni en gat ekki mætt síðast vegna slappleika." Samt grunar mig að nú eigi einmitt fleiri slíkar hátíðir eftir að spretta upp þótt kannski verði þær ekki allar á Fårø. Þar sem er góð list er jú alltaf hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Íbúar Fårø voru vanir að svara upp í tunglið þegar aðkomufólk spurði hvar Ingmar Bergman byggi. „Annars hefði hann aldrei fengið frið," segir leigubílstjórinn sem ekur mér norður eftir eyjunni. Á svona degi er hægur vandi að átta sig á því hvers vegna leikstjórinn hreiðraði hér um sig. Hvítar strendur breiða úr sér og gráa Gotlandsféð vappar um í grösugum haga. Nú þegar Ingmar er genginn á vit formæðra sinna er ekkert sem heldur aftur af leigubílstjóranum. „Sko, þarna bjó hann," segir hann allt í einu og bendir í átt að afleggjara sem liggur niður að sjó. Þar á milli trjánna leynist þá húsið sem birst hafa loftmyndir af í fjölmiðlum að undanförnu. Sænsku blöðin fjölluðu ítarlega um Bergman um leið og kallið kom. Fjallað var um feril hans og ekki bara kvikmyndir, bækur og leikrit, heldur líka eiginkonurnar sex og börnin níu. „Konurnar hans Bergmans", og er þá bæði átt við dætur og fyrrverandi eiginkonur, drifu sig til Fårø eftir að fréttist af andlátinu en Liv Ullman náði þó að hitta Ingmar áður en hann skildi við. Hún fann á sér hvað var í aðsigi og var ekki lengi að panta þyrlu. Allt eins og í góðu drama; fyrirboðar, dauðvona kóngur og grátandi konur. Blöðin fengu eftirmæli hjá alvörukónginum, samstarfsmönnum Ingmars og aðdáendum, eins og Woody Allen sem aldrei hefur jafnað sig eftir að hafa séð Harriet Andersson spranga um bera í Sommaren med Monika. Svíar fylgdust vel með því hvernig útlendingar minntust Ingmars. Fyrst barst þaðan aðeins lof en svo tóku menn að færa sig upp á skaftið. Í New York fannst pistlahöfundur sem sagði myndir Ingmars útataðar í tilgerð og var sérlega uppsigað við dauðann í Sjöunda innsiglinu. Þá vatt almenningur sér fram á sjónarsviðið og viðurkenndi í lesendadálkum að hann „fattar inget af hans filmer". Nú viku eftir lát Ingmars hafa blöðin snúið sér að frægu pari í forræðisdeilu og vangaveltur um greftrunarstað leikstjórans hafa lognast út af. Leigubílstjórinn á heldur ekki von á að neitt breytist á Fårø þótt Ingmars njóti ekki lengur við. „Líklega á árlega Bergmanshátíðin þó eftir að falla niður," tekur hann þó fram. „Hann var vanur að taka þátt í henni en gat ekki mætt síðast vegna slappleika." Samt grunar mig að nú eigi einmitt fleiri slíkar hátíðir eftir að spretta upp þótt kannski verði þær ekki allar á Fårø. Þar sem er góð list er jú alltaf hátíð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun