Kunna ekki að skrifa 10. ágúst 2007 03:00 Liza Marklund, söluhæstu krimmahöfundar Svía eru konur. Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira