Atgervisblómi á Akureyri 24. ágúst 2007 09:00 Magnús Þór Jónsson sýnir myndverk sprottin af ferli Jónasar. Í kvöld verður Akureyrarvakan sett við hátíðlega athöfn í Lystigarðinum. Á laugardag og sunnudag verður íburðarmikil dagskrá í bænum og öllu til tjaldað: bæði utanhúss og innan verður margt skemmtilegt á seyði og nú verða Akureyringar að biðja um gott veður. Það er stílað upp á hlýja stemningu strax í kvöld: „kannski einhver þrumi ræðu“ segir í kynningarplöggunum. Þar verður hljóðfærasláttur af fjölbreytilegu tagi, garðurinn verður upplýstur, rétt eins og stemning var í lystigörðum áður fyrr, en ballið byrjar á morgun með þéttri dagskrá.Hafmeyja á PollinumHekla Dögg Tilnefnd fyrir ljósaverk sín og fossamynd.Þegar kl. 11.30 er myndlist í gangi, Anna Richards flytur gjörning á floti og er hann hluti af heimildarmynd um sjósund. Myndlistin er í fyrirrúmi á Akureyrarvöku að þessu sinni og ekki er hún öll á safnaveggjum. Ekkert er gert lengur án peninga.Saga Kapital hefur styrkt sögusýningu í Gamla barnaskólanum við Hafnarstræti sem opnar kl. 12. Þar verður djass, ljósmyndasýning og leiðsögn í boði kl 12.00 – 16.00. SÍUNG - samtök barna og unglingabókahöfunda - bjóða uppá sögustund á Amtsbókasafninu kl. 14 og í þann mund geta fullorðnir farið á Húsgagna og nytjamarkað að Hömrum sem stendur til 18 og er til styrktar söfnun fyrir MósambíkStórsýningarHrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður Er tilnefndur fyrir nýstárleg málverk sín.Tvær stórar myndlistarsýningar verða opnaðar í eftirmiðdag á laugardeginum: kl. 14 er opnun á samsýningu 22 myndlistamanna í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar. „Skyldi ég vera þetta sjálfur!“ í Ketilhúsinu. Þorvaldur Þorsteins, Áslaug Thorlacius, Magnús Þór Jónsson og fleiri sýna.Hin er Sjónlist 2007 í Listasafni Akureyrar, samsýning þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Sjónlistarverðlaunanna sem veitt verða öðru sinni í haust.Markmið með þeim er þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi.Flugskýli dugarÁslaug Thorlacius myndlistarmaður Sýnir verk á JónasarmessuSex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Verðlaunaafhendingin fer fram 21. september í Flugsafni Íslands á Akureyri .Þá er tilkynnt hver fær heiðursorðu Sjónlistar fyrir æviframlag til sjónlistanna. Daginn eftir verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um siðfræði og sjónlist þar sem breski heimspekingurinn Matthew Kieran og sænski hönnuðurinn Olof Kolte deila skoðunum sínum..TilnefningarÞeir sem tilnefndir voru í ár eru Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta í verkunum Black-out og Build. Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í sýningunni Ljósaskipti og Fireworks for LA sem ætlað er að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin.Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur, en þessi verk þykja varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn .Fyrirtækið Nikita fyrir fatnað á konur sem stunda snjóbrettaíþróttir, en vörur Nikita eru nú seldar í sérverslunum í þrjátíu löndum. Studio Granda fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd og síðast en ekki síst Össur hf. fyrir gervifótinn Proprio Foot.Ópera við GleráÍ vetur réðist Ópera Skagafjarðar í það stórvirki að flytja óperu Verdis, La Traviata. Nú eru Skagfirðingar mættir til Akureyrar og flytja verkið kl. 16, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Alexandra Chernyshova er krafturinn á bak við þetta stórvirki og syngur hlutverk Violettu. Heimildarmynd, flutningar og fleiraFrumsýning á „Stolt siglir fleygið mitt“, heimildarmynd Gísla Sigurgeirssonar um Súluna verður í Borgarbíói í eftirmiðdaginn. Seinna um kvöldið, kl. 20.30. flytur hin sögufræga verslun, Frúin í Hamborg, með manni og mús. Þá er líka tekinn að færast karnivalmórall í mannskapinn: enda boðið til stórtónleika með Samúel Jóni Samúelssyni og BIG BANDI á útisviði í Listagilinu kl 21. Réttum einum og hálfum tíma síðar hefst Bylting Fíflanna undir kjörorðinu: „Illgresi allra sveita sameinist. Vei ykkur samborgarar sem ekki takið fífilinn í hönd og fylgið með. Tökum yfir og fylkjum liði við Ketilhúsið“. Þangað skulu byltingasveitir mæta kl. 22.30 . Þar mun Don Kíkote verða fluttur í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar. Margt margt fleiraÝmislegt annað er á seyði í bænum þessa helgi og er hollast heimamönnum að kynna sér vel dagskrána því nóg er í boði, samsæti, tónlist, smærri sýningar. Draugaganga og margt fleira. Akureyringar eru að stefna í sína menningarnótt með glæsibrag. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í kvöld verður Akureyrarvakan sett við hátíðlega athöfn í Lystigarðinum. Á laugardag og sunnudag verður íburðarmikil dagskrá í bænum og öllu til tjaldað: bæði utanhúss og innan verður margt skemmtilegt á seyði og nú verða Akureyringar að biðja um gott veður. Það er stílað upp á hlýja stemningu strax í kvöld: „kannski einhver þrumi ræðu“ segir í kynningarplöggunum. Þar verður hljóðfærasláttur af fjölbreytilegu tagi, garðurinn verður upplýstur, rétt eins og stemning var í lystigörðum áður fyrr, en ballið byrjar á morgun með þéttri dagskrá.Hafmeyja á PollinumHekla Dögg Tilnefnd fyrir ljósaverk sín og fossamynd.Þegar kl. 11.30 er myndlist í gangi, Anna Richards flytur gjörning á floti og er hann hluti af heimildarmynd um sjósund. Myndlistin er í fyrirrúmi á Akureyrarvöku að þessu sinni og ekki er hún öll á safnaveggjum. Ekkert er gert lengur án peninga.Saga Kapital hefur styrkt sögusýningu í Gamla barnaskólanum við Hafnarstræti sem opnar kl. 12. Þar verður djass, ljósmyndasýning og leiðsögn í boði kl 12.00 – 16.00. SÍUNG - samtök barna og unglingabókahöfunda - bjóða uppá sögustund á Amtsbókasafninu kl. 14 og í þann mund geta fullorðnir farið á Húsgagna og nytjamarkað að Hömrum sem stendur til 18 og er til styrktar söfnun fyrir MósambíkStórsýningarHrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður Er tilnefndur fyrir nýstárleg málverk sín.Tvær stórar myndlistarsýningar verða opnaðar í eftirmiðdag á laugardeginum: kl. 14 er opnun á samsýningu 22 myndlistamanna í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar. „Skyldi ég vera þetta sjálfur!“ í Ketilhúsinu. Þorvaldur Þorsteins, Áslaug Thorlacius, Magnús Þór Jónsson og fleiri sýna.Hin er Sjónlist 2007 í Listasafni Akureyrar, samsýning þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Sjónlistarverðlaunanna sem veitt verða öðru sinni í haust.Markmið með þeim er þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi.Flugskýli dugarÁslaug Thorlacius myndlistarmaður Sýnir verk á JónasarmessuSex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Verðlaunaafhendingin fer fram 21. september í Flugsafni Íslands á Akureyri .Þá er tilkynnt hver fær heiðursorðu Sjónlistar fyrir æviframlag til sjónlistanna. Daginn eftir verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um siðfræði og sjónlist þar sem breski heimspekingurinn Matthew Kieran og sænski hönnuðurinn Olof Kolte deila skoðunum sínum..TilnefningarÞeir sem tilnefndir voru í ár eru Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta í verkunum Black-out og Build. Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í sýningunni Ljósaskipti og Fireworks for LA sem ætlað er að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin.Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur, en þessi verk þykja varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn .Fyrirtækið Nikita fyrir fatnað á konur sem stunda snjóbrettaíþróttir, en vörur Nikita eru nú seldar í sérverslunum í þrjátíu löndum. Studio Granda fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd og síðast en ekki síst Össur hf. fyrir gervifótinn Proprio Foot.Ópera við GleráÍ vetur réðist Ópera Skagafjarðar í það stórvirki að flytja óperu Verdis, La Traviata. Nú eru Skagfirðingar mættir til Akureyrar og flytja verkið kl. 16, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Alexandra Chernyshova er krafturinn á bak við þetta stórvirki og syngur hlutverk Violettu. Heimildarmynd, flutningar og fleiraFrumsýning á „Stolt siglir fleygið mitt“, heimildarmynd Gísla Sigurgeirssonar um Súluna verður í Borgarbíói í eftirmiðdaginn. Seinna um kvöldið, kl. 20.30. flytur hin sögufræga verslun, Frúin í Hamborg, með manni og mús. Þá er líka tekinn að færast karnivalmórall í mannskapinn: enda boðið til stórtónleika með Samúel Jóni Samúelssyni og BIG BANDI á útisviði í Listagilinu kl 21. Réttum einum og hálfum tíma síðar hefst Bylting Fíflanna undir kjörorðinu: „Illgresi allra sveita sameinist. Vei ykkur samborgarar sem ekki takið fífilinn í hönd og fylgið með. Tökum yfir og fylkjum liði við Ketilhúsið“. Þangað skulu byltingasveitir mæta kl. 22.30 . Þar mun Don Kíkote verða fluttur í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar. Margt margt fleiraÝmislegt annað er á seyði í bænum þessa helgi og er hollast heimamönnum að kynna sér vel dagskrána því nóg er í boði, samsæti, tónlist, smærri sýningar. Draugaganga og margt fleira. Akureyringar eru að stefna í sína menningarnótt með glæsibrag.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira