Gott hjá Össuri Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2007 00:01 Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun