Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36.
Logi Gunnarsson fór mikinn í íslenska liðinu og skoraði 21 stig. Fannar Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson komu næstir með 15 stig.